Stína tímarit um bókmenntir og listir.


Viđ vorum líka atómskáld eftir Kormák Bragason
20 skáld og einu betur sem ortu atómljóđ


Tímabil atómskáldanna: formbyltingartímabiliđ (1948-1968)
Halldór Laxness var ţungavigtarmađur í íslenskum bókmenntum. Ţegar skáldsaga hans Atómstöđin kom út áriđ 1948 komu fyrst til sögunnar svokölluđ atómskáld, en ţađ voru skáld sem ortu órímađ. Ţetta var á ţeim árum ţegar hér á landi upphófust harđar deilur um ţađ hvort „órímuđ ljóđ“ og „prósaljóđ“ vćru í raun ljóđ. Halldór Laxness var ómyrkur í máli og tók ákveđna afstöđu til málsins. Tćpum áratug áđur en hann lauk viđ Atómstöđina skrifađi hann grein í Tímarit Máls og menningar ţar sem hann lýsti skođun sinni á órímuđum skáldskap og prósaljóđum. Ţar segir:

Ţađ hafa aldrei veriđ ort góđ kvćđi á íslenzku, nema í hnituđu formi, afbrigđi og undansláttur frá hinu stranga formi miđar til upplausnar og spillingar. Ekki ađeins öll „ljóđ í óbundnu máli“ eru á íslenzku ljótt prósa, heldur einnig öll braghölt ljóđ. Leirskáld, sem höfđu ekki lag á ađ láta standa í hljóđstafnum, hafa gert sitt til ađ rugla íslenzkt brageyra, bćđi međ ţeirri tegund af hlćgilegu prósa, sem ţeir kalla „ljóđ í óbundnu máli“, óreglulegri notkun bragliđa og setningu ríms.1

Guđinn Benjamín, ein af sögupersónum Kiljans í Atómstöđinni, var leirskáld samkvćmt skil­greiningu höfundar; hann var fyrsta atómskáldiđ. Nafngiftin var síđan tekin upp til ađ ađgreina ţann hóp skálda sem ortu órímađ frá ţeim sem ortu hefđbundiđ. Viđ sem vorum farnir ađ yrkja órímađ allnokkru áđur en Atómstöđin kom út, okkur ţótti ţetta viđurnefni stórkostlegt, ţótt ţađ vćri í raun skammaryrđi og lýstum ţví gjarnan yfir međ yfirlćtis­hroka ađ viđ vćrum atómskáld. Ţannig upplifđi ég ţetta. Í erindi um atómskáld­skap sem dr. Steingrímur J. Ţorsteinsson flutti í Ríkis­útvarpiđ 1968 sagđi hann: „Hjá okkur er um ađ rćđa tvenns konar kvćđi, annars vegar stuđlađan eđa hefđbundinn kveđ­skap og hins vegar lausmálsljóđ eđa óbundin ljóđ, atómkveđskap.“2 Sú söguskýring bókmenntafrćđinga allt frá 19803 ađ atómskáldin hafi veriđ 5 eđa 6 nafngreind ljóđskáld, og ađ ţetta hafi veriđ „fáorđ skáldakynslóđ,“4 eins og Eysteinn Ţorvaldsson kemst ađ orđi, í sinni annars ágćtu bók um atómskáldin, er í grundvallaratriđum röng og hefur reynst mikiđ villuljós og misvísandi í túlkun leikra sem lćrđra á einu mesta umbrotatímabili í íslenskri ljóđagerđ. Tildrög ţessarar kenningar má m.a. rekja til blađadeilna milli Jóns Óskars, eins af ritsjórum Birtings, og Kristins E. Andréssonar á árunum 1966 til 1968. Í grein sem sá fyrrnefndi skrifađi og birtist í Birtingi 1966 segir Jón Óskar ađ andstćđingar hins órímađa ljóđs hafi árum saman ráđist gegn svonefndum atómskáldum en forđast ćvinlega ađ nafngreina ţessi skáld. Ţetta hefur veriđ látiđ afskiptalaust til ţessa, en nú ţegar Kristinn E. Andrésson, lćrđur bókmenntafrćđingur, bćtist í ţennan hóp međ óhróđur og dylgjur um atómskáldin finnst honum nóg komiđ, og ástćđa til ađ nafngreina atómskáldin. Hann telur ţau síđan upp, nefnir sjálfan sig og síđan: Sigfús Dađason, Hannes Sigfússon, Stefán Hörđ Grímsson, Jónas Svafár og Einar Braga.5 Í grein Kristins, sem var kveikjan ađ viđbrögđum Jóns Óskars var vikiđ ađ formi skáldskapar og endur­nýjun ljóđformsins, sem Kristinn segir ađ hafi leitt „út í formdýrkun og formdekur (...) hjá svonefndum atómskáldum.“6 Síđan víkur hann nánar ađ atómskáldunum og segir: „...verđur (...) ađ álykta ađ formdýrkun og jafnvel hégómlegt formdekur hafi dregiđ kraft úr verkum heillar skáldakynslóđar á Íslandi.7 Ţađ er augljóst ađ ţarna er Kristinn ađ fjalla um ţá skáldakynslóđ sem markađi sér fyrst og fremst sérstöđu međ ţví ađ tryggja (af ásettu ráđi eđa án vitundar) óhefđbundnum ljóđskap varanlegan sess í íslenskum bókmenntum. Viđ sem upplifđum ţessar breytingar - vorum ţátttakendur í ţessu breytingaskeiđi, vorum vitni ađ ţeim umskiptum sem urđu á viđhorfi almennings til óhefđbundinna ljóđa. Ritdeila ţeirra Jóns Óskars og Kristins stóđ fram til ársins 1968, síđasta ársins sem Birtingur kom út. Fram ađ ţeim tíma var almennt talađ um óhefđbundin ljóđ (órímuđ ljóđ og prósaljóđ) sem atómljóđ og skáldin sem ortu slík ljóđ voru kölluđ atómskáld. Eftir 1968 og upp úr 1970 var yfirleitt ekki lengur talađ um óhefđbundin ljóđ sem atómljóđ eđa höfunda ţeirra sem atómskáld. Stríđinu um tilverurétt fríljóđsins var lokiđ, ţjóđin hafđi tekiđ ţađ í sátt til jafns viđ hefđbundinn ljóđstíl.
Ein ástćđan fyrir ţví ađ Jóni Óskari mislíkađi viđ gagnrýni Kristins á atómskáld­unum var eflaust sú ađ međal ţeirra skálda sem Kristinn mat hvađ mest voru einmitt atómskáldin Sigfús Dađason og Hannes Sigfússon, sem báđir voru róttćkir marxistar. Kristinn hafđi gagnrýnt atómskáldin (formbyltingarkynslóđina) fyrir ţađ ađ taka ekki ţátt í ţjóđfélagsbaráttunni. Í upphafi ţriđju greinar sinnar í áđurnefndri ritdeilu víkur Kristinn ađ ţessum tveim skáldum. Ţar segir: „Hannes (Sigfússon) er ţađ skáld sinnar kynslóđar er ásamt Sigfúsi Dađasyni hefur haft sterkasta ástríđu til ađ brjóta samtíđina til mergjar og komast ađ kjarna hennar.“8 Síđar í greininni gagnrýnir hann Hannes fyrir ađ tala ekki nógu skýrt í ljóđum sínum; ádeilan og bođskapurinn kćmi ekki nógu vel til skila og segist vera sannfćrđur um ađ Hannes „hefđi getađ hamiđ sinn byltingaranda og nýtízku sjónarmiđ í einfaldara formi.“9 Hiđ sósíalrealíska viđhorf Kristins leynir sér ekki. Ţađ verđur ekki sagt ađ Sigfús Dađason hafi veriđ mikiđ ádeiluskáld í ljóđum sínum, međ fáum undantekningum ţó. Hins vegar hefur hann án efa jafnađ metin gagnvart Kristni međ óvćgnum ritstjórnargreinum sínum í Tímariti Máls og menningar. Ég tel engan vafa á ţví ađ Jóni Óskari hafi stórlega mislíkađ sá tvískinnungur sem kom fram í jákvćđum ummćlum Kristins um Hannes og Sigfús jafnframt harkalegri gagnrýni hans á atómskáldunum.
Í seinni grein sinni dregur Jón Óskar mjög í land varđandi fyrri nafngreiningu á atómskáldunum og segist ađeins hafa taliđ upp ţau sex skáld sem nafngiftin hafi upphaflega átt viđ og viđurkennir ađ ţar kćmu ýmsir fleiri til greina sem telja mćtti atómskáld og nefnir Matthías Johannessen, Jóhann Hjálmarsson og Ţorstein frá Hamri.10 Síđan segir: „Ţađ sem menn héldu ađ vćri stundarfyrirbćri hefur haft varanleg áhrif í íslenskri ljóđagerđ. Hvort fólki kann ađ finnast heitiđ atómskáld eiga vel viđ um skáld atómaldar sem yrkja í nútímastíl, skiptir ekki máli í ţessu sambandi.11 Ađ lokum segir Jón Óskar, og ţá er rétt ađ hafa í huga ađ ţetta er skrifađ í lok formbyltingar­tímabilsins, áriđ 1968: „Ţeir sem bćttust í hóp atómskáldanna hafa ekki ţurft viđ neinn teljandi andróđur ađ kljást.“12 Međ ţessum orđum undirstrikar hann ţá hugarfars­breytingu sem hann taldi augljósa og markađi ákveđin ţáttaskil í íslenskri bókmenntasögu. Ţessu til stađfestingar er fróđlegt ađ vitna aftur til fyrrnefnds útvarpserindis dr. Steingríms J. Ţorsteinssonar frá 1968 ţar sem hann komst svo ađ orđi: „Síđustu ţúsund ár hefur stuđlakveđskapur óvíđa veriđ til nema á Íslandi og síđustu 400 ár hvergi nema hér.“13
Ţegar fjallađ er um ţađ stríđsástand sem skapađist um miđbik aldarinnar vegna deilunnar um hiđ órímađa ljóđ er mikilvćgt ađ hafa í huga ađ hér var um ađ rćđa ákveđiđ bókmenntalegt tímabil ţar sem mörg skáld koma viđ sögu en alls ekki 5 eđa 6 ljóđskáld sem höfđu áunniđ sér til lífstíđar viđurnefniđ atómsáld. Í ţessari grein minni hef ég afmarkađ tímabil atómskáldanna, formbyltingartímabiliđ viđ árin 1948 til 1968, ţađ er frá árinu sem Atómstöđin kom út, Tíminn og vatniđ og Annarlegar tungur og til loka Birtingstímabilsins, en Birtingur varđ strax einskonar opinbert málgagn atóm­skáld­anna. Ţegar litiđ er til baka til ţessa tímabils, međan öll helstu skáld ţjóđarinnar ortu nćr eingöngu hefđbundin ljóđ var ađeins eitt sem atómskáldin áttu sameiginlegt, ţau ortu órímađ; sum eingöngu en önnur ađ hluta til. Deilan snerist um ţađ hvort órímuđ ljóđ og prósaljóđ vćru ljóđ eđa leir. Inntak ljóđsins bar vissulega oft á góma og nćgir ţar ađ benda á viđhorf og kenningar Kristins E. Andréssonar sem áđur er vikiđ ađ, en ţađ var formiđ, hin ytri bygging ljóđsins sem var bitbeiniđ.
Af ljóđskáldum tímabilsins eru tvö sem skera sig mjög úr. Annars vegar Jóhannes úr Kötlum og hins vegar Steinn Steinarr. Meginhluta skáldferils síns orti Jóhannes hefđbundiđ en um ţađ leyti sem átökin um ljóđformiđ hefjast axlar hann yfir og fer ađ yrkja órímađ, gerist atómskáld. Aldur hans og fyrri skáldferill breyta ţar engu um. Ljóđaţýđingar hans, Annarlegar tungur var áhrifamikiđ framlag í baráttunni fyrir frjálsu ljóđformi. Sama má segja um Stein Steinarr. Lengstaf orti hann hefđbundiđ en gerđist eindreginn málsvari formbyltingarmanna. Og međ ljóđabálknum Tímanum og vatninu tók Steinn Steinarr sér stöđu međ atómskáldunum, ekki ađeins sem málsvari, heldur einnig sem skáld hins frjálsa og óbeislađa ljóđforms. Steinn hafđi mikla persónutöfra, og hafđi gríđarlega sterk áhrif međal skálda. Steini hlotnuđust ekki langir lífdagar. Hann lést 1958, um miđbik tímabilsins. En ljóđ hans höfđu áhrif, ekki ađeins međal skálda heldur einnig međal almennings. Eysteinn Ţorvaldsson segir í bók sinni um atómskáldin: „Ţađ er engum vafa undirorpiđ ađ Steinn Steinarr er helsti fyrirrennari atómskáldanna í ljóđagerđ.“14En međ Tímanum og vatninu, frá upphafi tímabilsins, gerđist hann einn af ţeim, gerđist atómskáld.
Áriđ 1961 gaf ég út ljóđabókina Djúpfryst ljóđ. Bókin er á vissan hátt tileinkuđ 53 skáldum, rithöfundum og öđrum listamönnum íslenskum sem ég hafđi sérstakar mćtur á. Í ţessum hópi voru 20 atómskáld, sem ég ćtla ađ fjalla lítillega um nú tćpri hálfri öld síđar og velja ljóđ sem ţeir ortu á umrćddu tímabili og ég tel ađ lýsi ljóđstíl ţeirra og sérkennum í hópi atómskálda. En áđur en ég vík ađ ţessum skáldum ćtla ég ađ gera nokkra grein fyrir sjálfum mér, atómskáldinu Kormáki Bragasyni.






I. Kormákur Bragason [Bragi Straumfjörđ Jósepsson] (1930).

Haustiđ 1948 innritađist ég í 2. bekk Kennaraskólans, en hafđi nćstu ţrjá vetur ţar áđur stundađ nám viđ Hérađsskólann á Laugarvatni viđ lítinn orđstír, lélegan vitnisburđ en ómetanlega lífsreynslu. Ţá hafđi ég frá ţví um fermingu ort og skrifađ niđur ljóđ, allt órímuđ og stuttar smásögur, sem ég nefndi uppstillingar og voru margar í ćtt viđ prósaljóđ. Ţrjú eftirfarandi ljóđ eru međal ţeirra fyrstu sem ég orti.15





HRINGRÁSIN

Ég hef stundum veriđ ađ velta ţví
fyrir mér hvort rauđmaginn hafi
gaman af ţví ađ láta veiđa sig í
nýja gerđ af nćlonnetum og brenna
í líkama okkar til ađ viđhalda
tegundinni eđa stúlkan í nćlon-
sokkunum hafi gaman af ţví ađ
veiđa okkur strákana í net sín
til ađ viđhalda mannkyninu.


TIL Ađ VEKJA HUNGUR

Ţú vilta vor
sem brennur
í blóđi mínu
ég biđst ekki vćgđar
í dag.

Komdu ađ kasta
kringlóttum silfurplötum
gulli og gimsteinum.

Komdu ađ sáldra
smástjörnum
pipar og salti
í hold mitt
smástjörnum
til ađ vekja
hungur mitt
eftir hljómfalli blóđsins
í ćđum mínum.

Komdu ađ sáldra
smástjörnum
inn í húsiđ mitt
svo líf mitt megi verđa
löng ástarnótt.


ŢEGAR HVALIRNIR KOMU

Ţađ var nóttin
sem hvalirnir komu
svartir og sleipir
komu inn í ţorpiđ
um nótt
eins og stórir fiskar

Stóđum í fjöruborđinu
ég og stúlka međ tagl.

Mennirnir voru alltaf ađ stinga
löngum hnífunum
í hvalina
svo ţeir dóu
og sprautuđu blóđi
til himins

Og stúlkan međ tagl sagđi:
Oj hvađ ţetta er viđbjóđslegt
og lyktin af blóđi ţeirra
tryllir mig.


Ég hélt áfram námi í 3. bekk Kennaraskólans, en ţá um áramótin varđ ég fyrir mikilli trúarlegri reynslu og áriđ eftir, nokkru áđur en ég útskrifađist voriđ 1951, lét ég skírast niđurdýfingarskírn í söfnuđ Sjöundadags Ađventista. Ţá um sumariđ sigldi ég međ Gođafossi til Glasgow, fór ţađan til Frakklands og dvaldi í París um tíma. Um haustiđ fór ég til Englands og innritađist í trúbođsskólann Newbold Missionary College og dvaldi ţar til vors. Ţá fór ég sem farandbóksali til Hjaltlandseyja og Orkneyja og dvaldi í Leirvík og svo á Kirkjuvegg fram eftir sumri en kom síđan aftur heim, kvćntist, eignađist tvö börn og gerđist kennari viđ Barnaskóla Ađventista í Vestmannaeyjum.
Áriđ 1956 urđu önnur afdrifarík umskipti í lífi mínu, og eftir mikla andlega baráttu sagđi ég skiliđ viđ trúarlífiđ og söfnuđinn. Um svipađ leyti varđ til ljóđiđ Seldu mér eitt kíló.16


SELDU MÉR EITT KÍLÓ

Seldu mér eitt kíló af heimsku
svo ég geti lifađ.
Gerđu ţađ fyrir mig
ađeins eitt kíló
svo ég ţurfi ekki ađ deyja.

Ţó ţađ vćri ekki nema pund.


Nćstu árin kenndi ég viđ Gagnfrćđaskólann hjá Ţorsteini Víglundssyni. Á ţeim árum kynntist ég ýmsum skáldum og listamönnum: Steinari Sigurjónssyni, Jónasi Svafár, Ása í Bć, Oddgeir Kristjánssyni, Leifi Ţórarinssyni, Benedikt Gunnarssyni, Hafsteini Austmann og Páli Steingrímssyni, sem rak á ţessum tíma myndlistarskóla í Eyjum og kenndi jafnframt viđ gagnfrćđaskólann.
Áriđ 1960 gaf Valdimar Jóhannsson í Iđunni út mína fyrstu ljóđabók, Spíruskip. Bókin hafđi einnig ađ geyma „nokkrar uppstillingar,“ sem ég nefndi svo, örstuttar smásögur og prósaljóđ. Gísli Sigurđsson, sem ţá starfađi viđ Lesbók Morgunblađsins, myndskreytti bókina sem var prentuđ í 300 eintökum og var seld áskrifendum á 500 krónur, sem var fokdýrt. Sumariđ ‘61 gerđi ég mér ferđ upp ađ Gljúfrasteini til Halldórs Laxness og fćrđi honum bókina ađ gjöf. Ţađ var í eina skiptiđ sem fundum okkar bar saman og var mér eftirminnilegt.
Í bókinni er prósaljóđiđ 49 börn. Skömmu eftir útkomu bókarinnar hringdi í mig ung ekkja í Vestmannaeyjum, en mađur hennar hafđi drukknađ nokkrum árum fyrr. Henni var mikiđ niđri fyrir og lét í ljós vanţóknun sína á ljóđinu.


49 BÖRN

Nokkrum dögum síđar var fariđ ađ leika létt lög í útvarpiđ og sólin
skein gul inn um gluggann til mín. Ţađ hafđi gengiđ á međ veđrum og
49 börn höfđu misst pabba sinn eitthvađ út í myrkriđ. Ţau mundu
aldrei sjá pabba sinn meir og konurnar, sem áttu öll ţessi börn endur-
nýjuđust í sálinni eftir ţessa skyndilegu ákvörđun náttúrunnar
um ađ láta ţá hverfa.
Einhverjir menn stóđu utan viđ og biđu ţess ađ nokkrar vikur eđa
mánuđir liđu. Og nú var fariđ ađ leika létt lög í útvarpiđ á ný. Sólin
var orđin gul og ţetta sem skeđi ţegar veđrin voru, ţađ var allt horfiđ
og 49 börn, sem hlustuđu á létt lög í útvarpinu, ţeim datt bara
í hug saltfiskur og ný ýsa.


Fimm nćstu ljóđ eru úr Spíruskipi.17


SPÍRUSKIP

Ég vildi óska ađ ţađ kćmi spíruskip í kvöld.
Spíruskip?
Já, spíruskip. Veistu ekki hvađ spíruskip er?
Nei, ég heyrđi aldrei spíruskip nefnt í mínu byggđarlagi.
Ţađ hlýtur ađ vera aumt byggđarlag sem ekki fćr spíruskip.
Ţegar ég var strákur kom oft spíruskip. Strákarnir í ţorpinu fengu
vinnu ţegar spíruskip kom. Gamlar konur unnu aldrei í spíruskipi.
Ţćr unnu í saltskipi og reitarhúsi en aldrei í spíruskipi.
Og hvers vegna í kvöld endilega spíruskip?
Sérđu ekki sjóinn mađur; hvađ hann er sléttur?
Hugsađu ţér spíruskip ţarna úti í glampanum.
Já, ég hugsa mér spíruskip úti í glampanum, og hvađ svo?
Ţađ er greinilegt ađ ţú veist ekki hvađ spíruskip er.
Já, ég veit ekki hvađ spíruskip er. Hvađ er spíruskip?
Ţađ er skip međ spírur.
Nú, skip međ spírur. Já, ţađ vćri kannski ekki svo vitlaust
ađ fá spíruskip í kvöld.


AUGUN ŢÍN

Aldrei hef ég vitađ
neitt svo svart
eins og ţau,
ţegar ţögnin lćđist
eins og ţokan
inn í sál mína
og hvíslar
einhverju
sem enginn veit.

Aldrei vitađ neitt svo svart
og gott
eins og augun ţín


BAKVIĐ SKUGGANA

Manstu hvađ viđ vorum glöđ
ţegar viđ hittumst
bak viđ skuggana
ţú og ég
ţú međ brjóstin ţín
og ég bak viđ skuggana
vorum svo glöđ.

Kysstumst rauđum vörum
og ég sagđi viđ eyra ţitt:
Gefđu mér sólskin.

Og augu ţín ţögđu í dökku
myrkri vorum svo glöđ
bak viđ skuggana
ţú og ég.


EINMANA

Í myrkri nćturinnar
gekk ég einmana út
og hlýddi á kyrrđina.

Undiraldan suđađi viđ steina
og ilmur ţangsins
barst ađ vitum mínum.

Og ég settist á stein
og hlýddi.


TRUFLUN

Ţađ                var                einu                sinni                kona
og        ţađ        var        einu        sinni        mađur
og    ţađ    var    einu    sinni    lítiđ    blóm
og        ţegar        nóttin        kom
og vafđi örmum sínum
um                allt
sem    var
° °
°
ţá hlógu allir í nágrenninu



Áriđ 1961 gaf ég út ljóđabókina Djúpfryst ljóđ, eins og áđur er vikiđ ađ. Síđla sumars ţađ ár flutti ég búferlum til Ameríku međ konu og tvö börn, innritađist í háskóla og gerđist ađ námi loknu frćđimađur og kennari. Í Ameríku dvöldum viđ í rúman áratug, lengstaf í Nashville í Tennessee og Bowling Green í Kentucky. Ţá sneri ég aftur heim og hélt áfram uppteknum hćtti viđ kennslu og frćđistörf, lengst af sem prófessor viđ Kennaraháskóla Íslands. Eftir 30 ára hlé frá skáldskapnum tók ég svo aftur upp ţráđinn ţar sem frá var horfiđ og hef síđan skrifađ fjórar skáldsögur, eina ljóđabók, leikrit, kvikmyndahandrit og skáldćvisögu, en ţađ er önnur saga.
Djúpfryst ljóđ (1961) var ađ ýmsu leyti sérstök bók, titillinn súrrealískur, allur texti međ lágstöfum og án helstu greinarmerkja, punktum og kommum. Bókin var aldrei kynnt fjölmiđlum og var aldrei til sölu í bókaverslunum. Upplagiđ var ađeins 75 eintök, ţ.e. 12 eintök sem fóru á bókasöfn, 10 tölusett eintök, sem ég gaf nánum kunningjum og vinum og 53 gjafaeintök, sem ég sendi jafnmörgum listamönnum, sem ég hafđi mest álit á og voru nöfn ţeirra skráđ aftast í bókinni. Tónninn í ljóđunum er ekki ólíkur ţví sem setti svip á Spíruskip, og eins og ţá, allt órímuđ ljóđ og prósar. Sigurđur A. Magnússon skrifađi ritdóm um bókina. Ţar segir međal annars:

Ţađ sem gerir ţessa bók lćsilega og međ köflum ţó nokkuđ skemmtilega er tónninn í henni. Hann er kćringarlaus, léttur, einfaldur og líka stundum barnalegur. Höfundur gerir auđsćilega markvissa tilraun til ađ losa sig viđ allan hátíđleik og uppţembing. Hann rabbar blátt áfram og af nćstum barnalegri einlćgni viđ lesandann um hugđarefni sín, sem ađ vísu eru ekki alltaf sérstaklega rismikil, um ţađ sem honum finnst merkilegt, hégómlegt, hlćgilegt, alvarlegt, ískyggilegt eđa sárgrćtilegt. Stundum er hann sárgramur og bregđur líka fyrir sig vandlćtingu. Stíll ljóđanna er mjög losaralegur, eins konar léttur rabbstíll, ţar sem lítt er hugađ ađ hrynjandi eđa byggingu yfirleitt. (...) Annars virđist kaldhćđnin og hálfkćringurinn láta Kormáki best. (...) Eitt ljóđanna er eins konar barnagćla í anda súrrealisma eđa dadaisma, ég veit ekki hvort heldur er. Ţađ er kallađ „vögguljóđ til íslands“, kostuleg smíđ, en ekki laus viđ kímni. (...) Ađ öllu samanlögđu er ţessi ljóđabók á ýmsan hátt nýstárleg, ţó hún sé mjög misgóđ og víđa fljótfćrnislega unnin. Heiti hennar virđist ekki vera í neinu samhengi viđ efniđ, nema höfundurinn ćtlist til ţess ađ „frystingin“ forđi ljóđunum frá gleymsku eđa glötun. Hann mundi vera einn um ţá trú.18

Fljótlega eftir útkomu bókarinnar var ég horfinn til Ameríku og vissi ţví lítiđ sem ekkert um afdrif bókarinnar utan ţess ritdóms sem hér er vitnađ til og birtist í Morgunblađinu, sem ég fékk sem áskrifandi sent í sjópósti og ţá venjulega heils mánađar skammt í senn. Eitt ljóđ bókarinnar nefndist ljóđ um amstur lífsins.


LJÓĐ UM AMSTUR LÍFSINS

ţegar heiđur himinn fćrist yfir líf mitt
og inn í líf mitt ţegar ég finn ađ ég er
bara góđur strákur eitthvađ sem kviknađi
á fyrrihluta tuttugustu aldar og slokknar
innan tíđar ţá gleđst ég yfir hlutskipti
mínu ađ eiga stóran djúpan stól og nóg ađ
borđa og drekka og eiga í vćndum svefn og
áhyggjuleysi út af axarsköftum komandi kyn-
slóđa ekki ţarf ég ađ naga mig í handarbökin
út af ţví ađ hafa ćst konu mína upp í póli-
tík svo hún fengi magasár af föđurlandsást
eđa sent börn mín út á strćtin til ađ selja
happdrćttismiđa til framgangs réttlćtinu
ţegar heiđur himinn fćrist yfir líf mitt
finn ég hinn stóra tilgang í amstri lífsins
í gleđinni í öllu nema myrkri lífsins

Ţetta ljóđ virtist hafa vakiđ athygli einhverra á Morgunblađinu ţví skömmu eftir útkomu bókarinnar birtist eftirfarandi skopstćling af ljóđinu í Mogganum.


hrađfryst kvćđi eftir Pálmar Hjálmár

mikiđ
finnst mér gott
og dćlígt
ađ teygja úr skannkonum
í volgu rúminu
og finna

ađ ég er bara lítill skemmtilegur prakkari sem
er ógurlega salí yfir ţví ađ lifa á tuttugustu-
öldinni og hafa nóg ađ éta og drekka og vera glađur
yfir ţessari hundslegu tilveru

ójá

ţađ er sosum ekkert sérstakt sem ég hef ađ segja
enda eru allar ljóđalindir botnfrosnar eins og viđ
er ađ búast
á atómöld

en ţađ er ósku gott ađ vera bara lítill prakkari
sem á aur til ađ kaupa karamellur
og brjóssyk

ţó atómöld sé og helrykiđ
spásséri upp ađalgötuna


Nćstu ljóđ eru öll úr Djúpfrystum ljóđum.


FRELSISLJÓĐ

neytiđ mjólkurafurđa
ţér bođberar friđarins
drekkiđ meiri mjólk
ćskulýđur íslands
svo ađ ţjóđ vor
glati ekki sjálfstćđi sínu
meiri mjólk
meira skyr
meiri osta
svo ţjóđ vor standi óflekkuđ
í moldroki atómaldar


OFFJÖLGUN MANNKYNSINS

eins og flóđbylgja rís
fyrir augum okkar og eyrum
offjölgum mannkynsins

eins og nótt um miđjan dag

vöknum til einnar hugsunar

viđ sem höfum byggt
hús yfir höfuđ okkar
til fimmhundruđ ára


HINN HVÍTSKÚRAĐI SONUR

barn aldarinnar barn lífsins
lukkunnar pamfíll hinn hvít-
skúrađi sonur tuttugustu ald-
arinnar međ hvíta fugla í aug-
um mjólk í ćđum syngur hvíta
söngva um krossferđir gegn úr-
kynjun kynkvíslarinnar stand-
pínu unglinganna hinn alpínu-
lausi náttúrulćkningamađur
íslands međ lífspeki handa
gelgjuskeiđi lýđveldisins


ŢEIR HLÓGU Í KÍNA

ţegar frćgasti mađur
á fellsströnd dó
ţá flögguđu ţeir
á skarđsströnd
en ţegar frćgasti mađur
á íslandi dó
ţá hlógu ţeir
í kína
ţví ţeir vissu ekki
ađ ţetta land
vćri til


EKKI LENGUR ORĐ

nú eru ţađ ekki lengur orđ
sem geta frelsađ

eđa bćkur
sem geta frelsađ heiminn

nú er ţađ ekki lengur
hróp út í nóttina
sem getur frelsađ

nú er ţađ ekkert

ekkert meir
sem getur frelsađ heiminn


RIDDARAKROSS MEĐ STJÖRNU

nú skal ég segja ţér
ađ speki ţín
er eins og ţungir steinar

hlekkir um leggi ţína
og augu

eins og gull og silfur

ţungir steinar
sem berjast fyrir augum ţínum
og sál ţinni

eins og ruggustólar
hins borgaralega lífs
er speki ţín

eins og gamall mađur sem deyr
međ stórriddarakross fálkaorđunnar


HAUSTLJÓĐ

        ţú komst inn í líf mitt
        eins og litlar hvítar
        pillur
        komst inn í hús mitt
        eins og sólskin
        eins og margar litlar
        hvítar pillur
        eins og dropar af sólskini
        inn í líf mitt
komst ţú einn dag um haust
        inn í hús mitt
        eins og snjór
        inn í líf mitt


HVÍ SKYLDUM VÉR DÁ

hví skyldum vér dá
rautt blóđ

vér sem höfum storknađ
í menningunni
rennandi blóđ
vér sem höfum kastađ fyrir borđ
losta vorum

vér geldingar
afsprengi hins menntađa ţjóđfélags

ekki rautt blóđ
vér flibbamenn

hvít lík
vér sem höfum storknađ
í menningunni


BARN SEM DEYR

eins og perla
í lófa mínum
dó út í myrkriđ
líf ţitt
bros ţitt
gleđi ţín
dó út í myrkriđ
og ég sá ţig aldrei meir

hvarf út í myrkriđ
líkt og hlátur ćskunnar
eins og glöđ augu
eins og hjartađ í brjósti mínu
dó út í myrkriđ
líf ţitt
og samt brosir
fólkiđ í húsunum
ţó ađ ćska ţín hafi
stirđnađ út í myrkriđ
ţó ađ augu ţín
hafi brostiđ

ţú sem varst međ
sólina í augum ţínum
brosir fólkiđ
í húsunum
og man ekki lengur
ađ ţú varst til

hvers vegna komstu
í lófa minn
eins og lítil perla
inn í líf mitt
eins og örlítil bćn
hvers vegna


VÖGGULJÓĐ TIL ÍSLANDS
(leikiđ undir á sítar)

ţađ er mađurinn međ munninn
ţessi međ löngu puttana
ţessi sem klípur augu barnanna


og lćtur ţau detta
h o p p a n d i
oná stóra hvíta diskinn sinn
ţessi međ munninn
ţessi međ löngu puttana

opnađu gluggann gunna
ég vil sólskin
ég vil sjá ţađ skína
á perlurnar mínar
gunna
heyrirđu hvađ ég segi
skína á perlurnar mínar
segir mađurinn međ löngu puttana

ekki fćrđ ţú ađ klípa
gunna
klípa augu
pí-í-í-nulítilla barna
einso fílapensla oná diskinn ţinn
og ekki fćrđ ţú ađ stinga göfflunum
í ţessar stinnu
sleipu
litlu kúlur
og ekki fćrđ ţú
ađ borđa
augu litlu barnanna
gunna
(sem ert búin ađ opna svo oft gluggana
ađ ţađ er komiđ sigg í lófana)

aumingja gamlakonan
međ skýluklútinn sinn
ég held ég gćti gubbađ á hana

nú er hún hćtt ađ segja:
„aumingja börnin
sem misstu augun sín“

nú er hún hćtt ađ sjá
ţessi litlu kringlóttu
- augu smábarna -

ekkert nema ţjáninguna fyrir mig
og siggiđ í lófunum

ég gćti gubbađ á hana
aumingja gömlukonuna
međ skýluklútinn sinn
segir mađurinn međ munninn
ţessi međ löngu puttana.


ŢJÓĐHÁTÍĐARLJÓĐ
(Ţjóđhátíđ Vestmannaeyja)

hátíđ fengitímans
hófst í dag
međ ţví ađ nokkrir
prúđbúnir
fótboltamenn
drógu ţúsund fána
til himins

tjöldunum hafđi veriđ slegiđ upp
og ćskan flaut
eins og hunang
á saumlausum sokkabuxum
um hátíđarsvćđiđ
ţegar prófessor rikkharđur
hafđi lagt blessun sína
yfir stórhátíđ fengitímans
ţá bauluđu kýrnar í Dölum
og kirkjukórinn söng
viđ mikinn fögnuđ sólarinnar


NÓTT ŢÍN

um nótt ţína
hefur hugur minn reikađ
og spurt
um nótt bak viđ ţína glugga
reikađ í ţögn
og fundiđ
ţinn eigin hjartslátt
viđ brjóst mitt
nótt ţín
er myrkur
í huga mínum
bakviđ ţína glugga


SVO ŢĆR MEGI KĆLA

gefiđ mér ósnortnar konur
í milljónatali
        saklausar
                hvítar
                        hógvćrar

svo ég geti kennt ţeim um lífiđ

hver skyldi efast um réttlćtiđ

í milljónatali
svo ţćr megi kćla
blóđiđ í ćđum mínum
        saklausar
                hvítar
                        hógvćrar


EYRARBAKKI OG STOKKSEYRI

gefiđ okkur hana gómóru á gullskóm
međ bikar handa vörum okkar ađ dreypa á
međ líf handa fingrum okkar ađ ţukla á
hana gómóru til ađ frelsa okkur

vinur
hefurđu gengiđ um götur sódómu
hefurđu staldrađ viđ lítiđ götuhorn í skugga
séđ hláturinn fljóta útyfir strćtin eins og perlur
hefurđu glađst yfir rauđu blóđi
hefurđu fundiđ greddu alheimsins
á götum sódómu í blóđi ţínu



II. Jóhannes úr Kötlum og Steinn Steinarr

Ţegar ég fćddist átti ég ekki bara eina móđur heldur tvćr: Jóhönnu, ţá sem ól mig og Ingigerđi, ţá sem ól mig upp. Ţćr voru saman á heimilinu ţar til ég varđ 5 ára. Ţá flutti Jóhanna burt. Mér skilst ađ ţann tíma sem ţćr unnu saman ađ uppeldi mínu hafi ţćr ćvinlega veriđ sammála ţar til kom ađ ţeirri örlagaríku ákvörđun ađ velja mér nafn. Jóhanna sagđi: Hann skal heita Bragi Straumfjörđ. Ingigerđur sagđi Kormákur. Jóhanna hafđi betur. Foreldrar Jóhönnu bjuggu á Skálatóftum á Skarđströnd ţegar hún var stelpa. Og ţegar hún skyldi fara í skóla var hún send sem matvinnungur ađ bćnum Belgsdal í Saurbćjarhreppi. Kennarinn hét Jóhannes B. Jónasson, eins og hann skrifađi nafn sitt. Voriđ 1922 útskrifađi hann tíu fullnađarprófsbörn úr farskóla hreppsins og í ţeim hópi var auk Jóhönnu strákurinn Ađalsteinn Kristmundsson, sem seinna var betur ţekktur undir skáldanafninu Steinn Steinarr. Ég rifja ţetta upp hér vegna ţess ađ ég var ađeins barn ađ aldri ţegar ég heyrđi talađ um Stein Steinarr og kynntist ljóđum Jóhannesar, sem Jóhanna hafđi mikiđ dálćti á. Hún las eđa ţuldi fyrir mig ljóđ kennara síns, sem ţá hafđi tekiđ sér skáldanafniđ Jóhannes úr Kötlum. Ţannig var ţađ ađ Grýlukvćđi Jóhannesar í bókinni Jólin koma, urđu fyrstu ljóđin sem ég lćrđi utanađ, ef undan eru skilin einstök erindi úr Passíusálmunum sem prestsfrúin hún fóstra mín lét mig lćra, alls um 20 stykki, og flytja upphátt á hverju kvöldi undir svefninn.


Jóhannes úr Kötlum [Jóhannes Bjarni Jónasson] (1899-1958).
Jóhannes úr Kötlum er eitt af stóru nöfnunum í íslenskri bókmenntasögu. Hann var einstaklega hugljúf persóna, trúmađur en jafnframt eitilharđur byltingarsinni sem barđist gegn hverskonar ranglćti, fyrir málstađ lítilmagnans, fyrir málstađ Íslands og fyrir málstađ alţýđu allra landa. Um ţađ leyti sem átökin hófust um fríljóđiđ söđlađi Jóhannes yfir (fyrst um sinn undir dulnefninu Anonymus) og tók sér stöđu í fararbroddi ţeirra ljóđskálda sem ortu órímađ, ţýddi órímuđ ljóđ á íslensku og gerđist atómskáld. Í stórum dráttum má greina ţrjú tímabil í ljóđagerđ Jóhannesar: Fyrst hiđ ţjóđlega og trúarlega tímabil fram til 1935, ţá hiđ pólitíska tímabil međan hann orti einungis hefđbundiđ fram til 1948. Og ţá tímabil fríljóđsins án ţess ţó ađ draga mikiđ í land sem byltingarsinnađ baráttuskáld.
Á formbyltingartímabilinu, sem ég hef afmarkađ viđ árin 1948-68, komu út eftir Jóhannes úr Kötlum ljóđabćkurnar: Annarlegar tungur (1948), Hliđ hins himneska friđar (1953), Ţú leggst í grasiđ (1954), Sjödćgra (1955), Óljóđ (1962) og Tregaslagur (1964). Bćkurnar frá 53 og 54 voru ortar í hefđbundnum stíl en hinar allar órímađ. Eftir Jóhannes birtist fjölda ljóđa í bókmenntatímaritum, ađallega í Tímariti Máls og menningar en einnig í Rétti, Birtingi og Eimreiđinni, alls um 60 ljóđ í tćplega 30 tölublöđum. Áriđ 1954 birtust einnig eftir hann sex ljóđ í ljóđasafninu Svo frjáls vertu móđir, sem Kristinn E. Andrésson ritstýrđi.
Hér eru birt 5 af ljóđum skáldsins; fjögur úr Sjödćgru og eitt úr Tregaslag.19 Ljóđiđ Kalt stríđ er dćmigert baráttuljóđ eldhugans Jóhannesar úr Kötlum. Í Mater Dolorosa bregđur hann upp mynd af jólaguđsţjónustu í sveitakirkju ţar sem spurt er: Hvar er guđ?. Hin ţrjú ljóđin eru öll lýrísk, litrík, stundum tregafull og loks glettin og dálítiđ tvírćđ. Ađ ytra formi eru ţau öll dćmigerđ atómljóđ.


KALT STRÍĐ

Ţetta er ekki blóđ.

ţetta er ekki sú sanna uppspretta hjartans
ţetta er ekki straumfall ástarinnar
ţetta er ekki lćkurinn
        ekki áin
        ekki fljótiđ
        ekki hafsjórinn
sem litar líf vort rautt.

Ţetta mórauđa skólp sem hnígur ţyngslalega um ćđar vorar
ţađ er ekki mannsblóđ
        ekki hinn skapandi lífsflaumur kynslóđanna
heldur tóbak og kaffi og brennivín.

Ţurfum vér ţá svipuhögg í andlitiđ
ţarf ađ brenna land vort
        svívirđa konur vorar
        henda börn vor á byssustingjum
til ţess ađ blóđ vort verđi rautt og heitt
til ţess ađ blóđ vort verđi lifandi
til ţess ađ blóđ vort verđi ósvikiđ mannsblóđ?

Verđur blóđ vort ţá fyrst rautt og heitt og lifandi
ţegar vér liggjum helsćrđir í valnum
og ţađ fossar niđur í rúst vorrar glötuđu ćttjarđar?


MATER DOLOROSA (7)

Manstu á jólunum
ţegar viđ fórum til kirkju
og ţú hvíslađir viđ dyrnar:
hér er guđ.

Manstu undrandi kertaljósin
sem blöktu á hjálminum:
gjafir hinna fátćku
hinna ţreyttu.

Manstu spurula tónana
sem flögruđu um hvelfinguna:
bćnir hinna syndugu
hinna auđmjúku.

Og manstu ţegar mađur
međ gullkross á baki
sneri sér ađ okkur og söng
drottinn sé međ yđur
hvernig ég skimađi titrandi
um allt hiđ mikla hús
greip í skúfinn ţinn og stundi:
hvar er guđ?


TUNGLSKINSNÓTT

Ef ég vćri karlinn í tunglinu
mundi ég gretta mig
framan í bísperrt mannkertin
niđri á jörđunni
og kalla byrstur til ţeirra
strax í nótt:
hugsiđ ţiđ um ykkur sjálf
og látiđ mig í friđi.


FJÖLL

Mín fjöll eru blá
mín fjöll eru hvít
lífsins fjöll
viđ dauđans haf.

Mín fjöll
eru sannleikans fjöll
blátt grjót
hvítur snjór.

Mín fjöll standa
ţegar lygin hrynur
mín bláu fjöll
mín hvítu fjöll.


SÍĐASTI VALSINN

Hćgan!
ástin mín sefur:
haustblćrinn kom inn um gluggann
og vaggađi henni í ró.

Hćgan hćgan!
ástina mína dreymir:
hún ekur í gullkerru um vetrarbrautina
stjörnurnar syngja henni söng.

Hćgan hćgan hćgan!
ástin mín sefur
ástina mína dreymir
og nú vaknar hún aldrei framar

aldrei aldrei framar.



Steinn Steinarr [Ađalsteinn Kristmundsson] (1908-1958).
Steinn Steinarr var orđsnillingur. Orđ hans voru myndrćn, meira í ćtt viđ list en rök. Hann var listmálari orđsins og myndhöggvari setninga. Hann var ekki prédikari, ekki ádeilu­skáld ţótt slíkt vćri oft skáldlegt viđfangsefni hans. Hann gekk frjálslega og kinnrođalaust um forđabúr annarra skálda og smíđađi ný listaverk ljóđa. Hann sagđi stór orđ, tók mikiđ uppí sig, bjó til gestaţrautir en gaf engin svör. Steinn varđ fljótlega átrúnađargođ skálda og bókmenntalegra kaffihúsaspekúlanta. Og ţegar hann mćlti hin magnţrungnu orđ ađ hiđ hefđbundna ljóđform vćri dautt fórnuđu sumir höndum, ađrir brostu í kampinn og enn ađrir beygđu kné sín og sögđu: Mađurinn hefur talađ. Steinn Steinarr hafđi glögga tilfinningu fyrir töfrum hins hefđbundna ljóđforms. Hann var módernisti viđ háborg skálda. Og ţegar átökin um frjálst ljóđform stóđu sem hćst tók hann sér stöđu í fylkingarbrjósti formbyltingarskálda og gerđist atómskáld. Í grein sem birtist í Lífi og List 1950 er Steinn Steinarr t.d. nefndur „ćđsti prestur atómskáldanna.“20 Í Tímanum og vatninu vitnar Steinn í orđ bandaríska skáldsins Archibald MacLeish: „A poem should not mean but be.“ Ţessi orđ segja mikiđ til um afstöđu Steins áriđ 1948 ţegar bókin kom út.
Ég kynntist Steini aldrei persónulega. Ég sá hann nokkrum sinnum álengdar ţar sem hann sat í kunningjahópi inni á Hressingarskála. Einnig ţegar hann snarađi sér út um dyrnar á veitingahúsinu í svörtum, skósíđum vetrarfrakka og skálmađi áfram upp Austurstrćtiđ viđ annan eđa ţriđja mann. Ég kannađist viđ Berg Pálsson sem oft var í ţessum félagsskap og léttskáldiđ Leif Haraldsson. Ég ţekkti vel heimilisfólkiđ í Granaskjóli 19, Magnús og Áslaugu á Heygum. Steinn leigđi ţar uppi á loftinu um tíma.
Steinn orti ekki mikiđ síđasta áratuginn, en hann lést 1958. Ţó birtust á annan tug ljóđa eftir hann í tímaritum, ađallega í Nýju Helgafelli en einnig í Lífi og List, Tímariti Máls og menningar og Birtingi. Ţrjú ljóđ Steins fylgja hér; öll úr Tímanum og vatninu.21


TÍMINN OG VATNIĐ (9)

Net til ađ veiđa vindinn:

Flýjandi djúpfiski
hlađiđ glćru ljósi
einskis.

Sólvćngjuđ hringvötn
búin holspeglum
fjórvíđra drauma.


Týnd spor
undir kvöldsnjó
efans.

Net til ađ veiđa vindinn:

Eins og svefnhiminn
lagđur blysmöskvum
veiđir guđ.


TÍMINN OG VATNIĐ (21)

Rennandi vatn,
risblár dagur,
raddlaus nótt.

Ég hef búiđ mér hvílu
í hálfluktu auga
eilífđarinnar.

Eins og furđuleg blóm
vaxa fjarlćgar veraldir
út úr langsvćfum
líkama mínum.

Ég finn myrkriđ hverfast
eins og málmkynjađ hjól
um möndul ljóssins.

Ég finn mótspyrnu tímans
falla máttvana
gegnum mýkt vatnsins.

Međan eilífđin horfir
mínum órćđa draumi
úr auga sínu


FORMÁLI Á JÖRĐU

Út í veröld heimskunnar,
út í veröld ofbeldisins,
út í veröld dauđans
sendi ég hugsun mína
íklćdda dularfullum,
óskiljanlegum
orđum.

Gegnum myrkur blekkingarinnar,
međal hrćvarloga lyginnar,
í blóđregni morđsins
gengur sorg mín
gengur von mín
gengur trú mín
óséđ af öllum.

Djúp, sár og brennandi.

Óséđ af öllum.

Svo ađ ljóđiđ megi lifa,
svo ađ andinn megi lifa,
svo ađ guđ megi lifa.



III. Jón úr Vör

Jón úr Vör [Jón Jónsson] (1917-2000). Jón úr Vör var skáldiđ sem skrifađi Ţorpiđ. Hann var skáld prósaljóđsins, skáldiđ sem sagđi sögu af mannlegum samskiptum, af lífinu í ţorpinu viđ sjóinn ţar sem lesandinn verđur ţátttakandi í ljóđinu. Jón úr Vör var róttćkur formbyltingarmađur en málađi myndir sínar mildum litum. Hann var ekki vandlćtingasamur og ekki ádeiluskáld. Hann flutti engan sérstakan bođskap, sagđi sína sögu sem lesandinn skynjađi.
Jón úr Vör var afkastamikiđ ljóđskáld og var í fararbroddi ţeirra skálda sem ortu nćr eingöngu óhefđbundiđ međan hefđbundiđ ljóđ var nćr alsráđandi. Ţorpiđ kom fyrst út 1946 en var síđan endurútgefiđ 1956 og hafđi mikil áhrif međal skálda og varđ strax tilefni langvarandi orđaskaks um ţađ hvort prósaljóđiđ vćri ljóđ eđa lausmálstexti. Eins og fram kom í upphafi ţessarar greinar lét Halldór Laxness í ljós ţá skođun ađ prósi vćri alls ekki ljóđ. Steinn Steinarr sagđi ţegar hann var spurđur álits á Ţorpinu og öđrum skáldskap Jóns úr Vör: „Ţađ er naumast á nokkurs annars manns fćri ađ ţrćđa ţađ einstigi milli skáldskapar og leirburđar sem hann fer.“22 En hvađ um ţađ Jón var mikiđ atómskáld og naut almennt mikillar viđurkenningar međal skálda og rithöfunda. Ég kynntist honum aldrei persónulega en varđ strax hrifinn af ljóđum hans.
Á formbyltingartímabilinu komu út ţessar ljóđabćkur eftir Jón úr Vör: Međ örvalausum boga (1951), Međ hljóđstaf [safn eldri ljóđa: Ég ber ađ dyrum (1937) og Stund milli stríđa (1942)] (1951), Vetrarmávar (1960), Maurildaskógur (1965), Ég ber ađ dyrum (2. útg. 1966), 100 kvćđi (1967) og Mjallhvítarkistan (1968). Ţá birtist einnig á ţriđja tug ljóđa, ţýddra og frumsaminna, eftir skáldiđ í ellefu tölublöđum í ţrem tímaritum, ađallega í Birtingi, en einnig í Félagsbréfum og Dagskrá. Loks birtust 14 ljóđ eftir Jón úr Vör í Ljóđum ungra skálda 1944-54. (1954). Ég birti hér ţrjú af ljóđum Jóns úr Vör. Tvö ţau fyrstu birtust í ljóđabókinni Međ hljóđstaf en ţađ ţriđja er úr Vetrarmávum.23


ÉG BER AĐ DYRUM

Ég er rukkari.
Í morgun hringdi ég dyrabjöllu
eins glćsilegasta hússins í bćnum.
Ţađ er húđađ utan međ hrafntinnu
og tröppurnar eru úr silfurbergsmulningi.

Ung stúlka kemur til dyra,
hún er í ermalausum morgunkjól.
Ţađ er vinnukona.

-Er húsbóndinn viđ? spyr ég
og hampa reikningnum.
-Nei, hann er nýgenginn út.
Röddin er stoltlaus og ţýđ.

-En frúin? spyr ég
međ hćgđ eftir hikandi ţögn.
-Ekki heldur,
og brosir.
Ég ţakka,
tek ofan hattinn
og hneigi mig.
-Sćlar, hvísla ég.
-Sćlir.

Um leiđ og ég loka hliđinu
lít ég snöggvast til baka,
hún stendur ţá ennţá í dyrunum,
brosir til mín bláum augum
og rauđum vörum.

Svo geng ég frá húsi til húss,
frá dyrum til dyra,
allan daginn frá morgni til kvölds,
alls stađar illa ţeginn,
óvelkominn gestur
og viđtökurnar eftir ţví.

Eins og ég, vesall rukkari,
eigi sök á kreppunni,
atvinnuleysinu
og öllum vandrćđum
skuldunautanna?

Og eitt er víst:
ađ fćstir eru fúsir til ađ borga,
flestir auralausir,
ađ minnsta kosti í svipinn.
Komdu á morgun, góđi,
segja ţeir,
seinna,
í miđri vikunni,
um mánađamótin,
einhverntíma,
aldrei.

Og loks er dagurinn á enda
og ráp mitt stöđvađ,
hvíld,
ţögul ţungbúin nótt.

En blóđ mitt kyrrist ekki,
ţađ slćr enn í takt viđ hringiđu dagsins
og strćtaysinn,
ćst og óstöđvandi.

Og hún,
ţessi fallega vinnukona,
sem fann skyldleika okkar
í umkomuleysinu,
undirgefninni,
hún brosir í hug mínum,
hlćr í ţögninni.

Á morgun?
Hver veit hvađ gerist á morgun?
Kannski eitthvađ skrítiđ,
eitthvađ fallegt.
Hver veit.


VOPNAĐUR FRIĐUR

Gömul fallbyssa
í grónu virki
horfir til himins
hljóđu auga, -
og fugl hefur gert
sitt fyrsta hreiđur
og valiđ ţví stađ
í víđu hlaupinu.


VATNSDALSHÓLAR

Sakamannshöfuđ
hefur sofiđ í ţessum mosa
í tvćr aldir.

Átta puntstrá
standa öll sumur,
eins og hljóđir líkmenn
viđ ósýnilega kistu.



IV. THOR

Thor Vilhjálmsson (1925). Međ útkomu bókarinnar Mađurinn er alltaf einn kvaddi sér hljóđs sá módernisti sem átti eftir ađ rísa hćst allra íslenskra skálda og rithöfunda á síđari hluta 20. aldar. Og ţegar litiđ er yfir tćpan sex áratuga starfsferil má óhikađ telja Thor Vilhjálmsson jafnbesta rithöfund Íslands fyrr og síđar. Frumbók hans, Mađurinn er alltaf einn, vakti strax mikla athygli, einkum međal ungra skálda og bókmennta­spekúlanta. Bókin var ađ ţví leyti sérstök ađ menn vissu varla hvort ţarna vćri á ferđinni ljóđabók eđa smásagna­safn, og enn í dag, ţegar ţetta er skrifađ, er ţessi bók skráđ sem skáldsaga/smásögur í flokkunarkerfi íslenskra bókasafna. Ţótt Thor hafi strax í upphafi ferils síns ort órímuđ ljóđ og prósa og veriđ afkastamikill ţýđandi órímađra ljóđa var persónulegur stíll hans strax ţađ sérstakur ađ bókmennta­rýnendur veigruđu sér viđ ţví ađ telja hann í hópi atóm­skálda, ţar sem hann átti tvímćlalaust heima. Ástćđan kann ef til vill ađ liggja í ţví hve óljós mörkin hafa veriđ í skáldskap Thors milli ljóđs og lausmálstexta, milli prósa og smásögu og milli ljóđrćnna ţátta, sem ég kalla svo, og skáldsögunnar. Viđ ţetta má einnig bćta, hversu mjög gćtir í verkum Thors áhrifa frá öđrum listgreinum: klassískri tónlistađ, myndlist, leiklist og jafnvel listdansi; skáldiđ og rit­höf­undur­inn birtist sem fjöllistamađur, sem erfitt er ađ flokka eđa eyrnamerkja. Slík einkenni falla illa ađ stöđluđu flokkunarkerfi bókmennta. En ţótt Thor hafi frá upphafi og ć síđar skipađ sér í rađir rithöfunda var hann á ţessum árum atómskáld. Thor var einn af ritstjórum Birtings allt Birtingstímabiliđ. Ţar birtust eftir hann tćpir ţrír tugir ţýddra ljóđa og nokkur frumsamin. Ţá birtust einnig frumsamin ljóđ eftir hann í tímaritunum Lífi og List og Vaka. Ljóđ og ljóđrćn skáldverk sem komu út eftir Thor fram til ársins1968 voru: Mađurinn er alltaf einn (1950), Dagar mannsins (1954), Andlit í spegli dropans (1957) og Fljót fljótt sagđi fuglinn. (1968).
Hér verđa birt fjögur af ljóđum Thors, eitt órímađ og ţrjú prósaljóđ. Ţrjú ţau fyrstu birtust í Mađurinn er alltaf einn og ţađ fjórđa í Andlit í spegli dropans.24



HAUST

Haustgráir dagar
        horfa
        hniptu höfđi
        á Mig
manninn sem gengur um veginn

En laufiđ sem liggur
        látiđ
        undir fótum mínum
        ţegir

međan einhver
        aleinn fer
        um endalausan veginn
Ţađ er
        ég
        sem leita
        míns eigin skugga
        án ţess ađ finna
        ţví ég er Hann
og enginn finnur sjálfan
                                Sig

Vitandi ţetta
fer einhver
ennţá um veginn
Undir ţreyttum augum
haustgrárra daga
sem horfa ţöglir


SÖKNUĐUR
Ađ hinni hljóđu strönd lćđast léttar bárur međ ljúfa
söngva úr fjarlćgu landi. Og ţćr hvítna augnablik ţegar
ţćr mćta svörtum steinum fjörunnar og lýsa dökkan sand-
inn ofan viđ steinana.
Í ljúfsáru tónverki ţeirra er söknuđur mannsins sem ţráir
konuna sem hann heldur ađ hann hafi einu sinni átt endur
fyrir löngu.
En myrkriđ hefur boriđ hana óravegu burt í fađmi sér og
hann hefur gengiđ einn um dimman skóginn og leitađ hennar.
Ţreyttur á ţröngum stígum skógarins ţar sem rauđir fugl-
ar fljúga frá skörđum mána til blađlausra greina og sitja
ţar ţögulir og bíđa ţess ađ hann deyi.
Hann sezt viđ gróđurlausa ströndina og hlustar á léttar
bárur bera kveđju frá ófundnum ströndum unađar og horf-
ir á ţćr hvítna viđ svarta steina fjörunnar.
Og ţćr vagga honum til svefns.
Sofa sofa
sofa rótt.



LJÓĐ
Ţegar myrkar krónur svartra trjáa lykjast um gult fiđrildi
sem flaug ađ morgni úr rauđum viđum til sólar
og draumur mannsins međ síđar hćrur hnígur hokinn á
bakka fljótsins og horfir á tóna í gárum vatnsins
horfir konan unga međ dökku augun hissa á krossinn á
grónu leiđi barns síns.


ŢEGAR MAĐURINN KOM

Konan hafđi einmitt setiđ svona ţegar mađurinn kom
inn og beđiđ eftir honum međ óţreyjufullu hjartanu og í
huganum, hin vínţrungnu ský ađ sigla fjólubláleit af stór-
um reisum um hugarplaniđ og hann var alltaf ađ hugsa
á leiđinni: hvernig verđur ţađ ađ sjást aftur eftir svo
langan tíma og margt á milli boriđ og hvernig verđur ađ
sjást aftur, og ţetta var hún ađ hugsa međan hún beiđ
viđ gluggann sinn og horfđi út á götuna og sá hann svo
koma fyrir horniđ og ganga agnarsmár eftir gangstéttinni
fyrir neđan hana, og hann hugsađi: kannski er hún í
glugganum og sér mig koma núna og hvađ ćtli hún hugsi?
hugsađi hann, og hún horfđi á hann koma lítill svartur
depill sem fćrđist áfram eins og furđulegt dýr ađ synda
í tjörn en ţú horfir ofan af blásvörtum háum hamri um
kvöld, og hann leit ekki upp.
Svo beiđ hún eftir ţví hann kćmi og hugsađi: nú er
hann í lyftunni sem fer svo ofurhćgt og ljósin milli hćđa
varpast á andlit honum eins og mjólk sem er skvett flöt-
um lófa og skuggarnir koma og eru tré í skógi ţegar ţú
horfir út úr rafmagnslestinni sem brunar međ ţig, hvađ?
hvert? og hann hugsađi: mađur er mörg ár ađ fara upp
á sjöundu hćđ.
Hún skynjar hvar hann gengur eftir dúnmjúku flosi
hinna löngu mjóu ganga gistihússins sem krókast og
krćkjast endalaust og honum finnst hann sé ađ ganga á
mosa uppi í sveit: og ţađ er svo langt langt síđan svo
afar langt ađ mosinn dúađi undir fótum grár og stundum
hvítur í hrauninu og myndir hraunsins blágráar fjólublá-
ar og rauđar, steingerđur varanleikinn úr hrópum dćmdra
sálna sem í árdaga gusu út um opinn strjúpa landsins og
frusu utan á mörkinni allri og hann hafđi beygt sig niđur
og strokiđ hendinni eftir mosanum eins og snögghćrđum
kolli á barni, og svört moldin undir: sat ţann daginn og
teiknađi fjarlćgum fingri ósnertandi mosann hvíta, hugs-
ađi: manstu gróđur furđulegra gerla sem heilla ţann er
kemur ađvífandi og horfir í smásjána án ţess ađ ćtla sér
ađ rjúfa leyndardóminn en lítur undriđ af lotningu, og
hún fann hann gekk inn ganginn og hćtti ađ teikna í
öskuna međ svartyddum gandi brunninnar eldspýtu og nú
var hann ađ koma, var hann ađ koma?
Hann var ađ koma: koma inn.
Ţađ var bariđ dura:
Kom inn.



V. Svafár

Jónas E. Svafár [Jónas Svafar Einarsson] (1925-2004). Ţađ hefur stundum veriđ sagt ađ Jónas E. Svafár hafi veriđ hiđ eina, sanna atómskáld, og er ţá kannski höfđ til hliđsjónar fyrirmyndin sem Kiljans skapađi í Atómstöđinni. Ţađ sem einkennir Jónas E. Svafár og skilur hann ađ frá öđrum skáldum tímabilsins er leikur hans međ orđ og tvírćđ og ögrandi ţjóđfélagsádeila hans sem féll ţó aldrei í ţá gryfju ađ verđa ţunglamaleg vandlćtingar­predikun. Hann var upp á kant viđ stjórnvöld, viđ herinn, viđ kirkjuna og samfélagiđ, en stíll hans var glettinn og oft gáska­fullur og ytra form ljóđsins var hnitmiđađ og stílhreint.
Ég kynntist Jónasi Svafár á nokkrum gleđskaparstundum síđustu árin áđur en ég flutti međ fjölskyldunni til langdvalar í Ameríku. Ég minnist Jónasar sem mannsins sem gekk utan vegar en var alltaf sjálfum sér samkvćmur. Hann var ekki margmáll en bjó yfir einhverjum persónueinkennum, ekki beint persónutöfrum, sem ég dáđist ađ.
Mörgum árum seinna heimsótti ég ţennan gamla félaga ţar sem hann dvaldi sem sjúklingur á hćli. Ţá ţótti mér Bleik brugđiđ. En ţannig er lífiđ. Í minningunni um ţennan óvenjulega listamann geymi ég samt margar myndir, sem ég hef enn ánćgju af ađ skođa. Hann var engum líkur.
Eftir Jónas E. Svafár liggja ţrjár ljóđabćkur og allar myndskreyttar af honum sjálfum. Bćkurnar eru: Ţađ blćđir úr morgunsárinu (1952), Geislavirk tungl (1957) og Klettabelti fjallkonunnar (1968). Á árunum 1957-59 birtust átta ljóđ hans í tímaritum, oftast myndskreytt: tvisvar í Birtingi, og einu sinni í hverju ţessara: Dagskrá, Nýju Helgafelli, Félagsbréfum og Forspili. Ţá birtist ljóđ eftir hann í Ljóđum ungra skálda 1944-54 (1954)
Hér birtast 5 ljóđ skáldsins. Fyrst er ţađ ljóđiđ Ţađ blćđir úr morgunsárinu úr samnefndri bók. Nćstu tvö eru úr Geislavirk tungl og tvö ţau síđustu úr Klettabelti fjallkonunnar.25


ŢAĐ BLĆĐIR ÚR MORGUNSÁRINU

á heimskringlu heilans
hanga beinagrindur í fađmlögum

augnatóftir tćkninnar
gráta blóđi herjanna

vinna vélbyssur ađ vélritun
á sögu mannsins

skríđa drekar eđa sýklar
inní morgunsáriđ

af skýjum hugmyndanna
steypast vetnissprengjur

uppúr gufuhvolfinu
spennast dauđateygjur eldsins


FRELSI

međ herópiđ úr krossferđ rauđa hersins
flaug vćngbrotin farfuglahreyfing á máttarvöldin

eftir herferđ rauđa krossins
varđ jarđarför skýjaborgarstjórans
ađ kröfugöngu náttúrulćkningafélagsins

en á varđbergi viđ hrafnaţing hvíta hússins
stigu grímumenn ţarfasta ţjónsins
í stólfćtur međ táragas


ÍSLAND

mold minnar
hjartarótar

heiđur himinninn
yfir hvítu myrkrinu
fyllist af hrísgrjónum


HNATTSPYRNA

frá miđjarđarlínu ađ heimsskauti
hófst framsóknin međ liđhlaupi
úr jarđarför heimsveldisins

fótgönguliđ skotanna
fékk veröldina á heilann
og setti heiminn á höfuđiđ

en fangavörđur ríkismarksins
steig hnettinum til höfuđs

og víkingar stormsveitanna
skoruđu međ leiftursókn
í samvinnuspyrnu á markmiđiđ

en tungliđ flaug međ öndvegissúlum
í sjöstjörnunnar eyđimörk


HERNÁM

kveldúlfur varđ lík í lestinni
en hvítasunnumenn
töluđu biskupstungum

viđ hamrafell voru kýr á beit
en úr mjólkursölu samvinnufélagsins
sjúga gullkálfarnir steinolíu

esjan er strönduđ í hvalfirđi
međ sundmót keflavíkur
og sendir neyđarskeyti á ţingvöll

ami go home sweet home



VI. Einar Bragi og Hannes Sigfússon

Einar Bragi [Einar Bragi Sigurđsson] (1921- 2005). Einar Bragi var víđlesinn og óvenju vel heima í innlendum og erlendum bókmenntum, einkum ljóđlist. Hann var fagurkeri og hann var pólitískur vakningapredikari og ţar var hann á heimavelli. Gott dćmi er ljóđiđ Kveđjuhátíđ, sem hér fylgir ásamt fleiri ljóđum skáldsins. En ljóđ hans voru innanhússljóđ, hömruđ saman viđ skrifborđiđ, ţar sem ljóđmyndir skáldsins voru oft úr tengslum viđ hinn lifandi raunveruleika, jafnvel naívísk eins og í meginstefinu „svanur á báru“ í Haustljóđi á vori 1951 og í samnefndum titli ljóđabókar. Einar Bragi var mikill leiđtogi og vinsćll forystumađur og sáttasemjari innan Birtingshópsins og međal atómskálda almennt. Hann var einn af ritstjórum Birtings, skrifađi ritdóma, tók viđtöl og var afkastamikill ljóđaţýđandi og orti jöfnum höndum hefđbundin og órímuđ ljóđ. Einar Bragi fór ekki leynt međ ţá skođun sína ađ ljóđ ćttu ađ hafa bođskap, í ţađ minnsta ćttu ţau ađ segja sögu, koma einhverjum upplýsingum á framfćri. Til sam­rćmis viđ ţađ lýsti hann ţví yfir í Birtingsgrein ađ hann skildi ekki hugtakiđ „Listin fyrir listina.“26 Ég er frekar á ţví ađ bođunar- og innrćtingarmarkmiđ skáldsins hafi ekki alltaf falliđ vel ađ lýrískri byggingu ljóđanna og dregiđ úr léttleika ţeirra.
Á umrćddu formbyltingartímabili komu út ţessar ljóđabćkur eftir Einar Braga: Eitt kvöld í júní (1950), Svanur á báru (1952), Gestabođ um nótt (1953), Regn í maí (1957) og Hreintjarnir: ljóđ 1950-1960 (1960). Ţá birtust einnig ljóđ eftir hann í Ljóđum ungra skálda 1944-54 (1954), Svo frjáls vertu móđir (1954) og 6 ljóđskáld (1959). Einar Bragi birti ekki ljóđ í öđrum tímaritum en Birtingi. En ţar skrifađi hann mikiđ sem ađalritstjóri og ţar á međal birtust eftir hann í 15 tölublöđum á fjórđa tug ţýddra ljóđa og tveir tugir frumsaminna. Hér eru birt fjögur af ljóđum Einars Braga. Ţađ fyrsta er úr ljóđabókinni Eitt kvöld í júní, nćsta í Gestabođ um nótt og tvö ţau síđustu úr Regn í maí.27


KVEĐJUHÁTÍĐ

30. marz
og ţjóđ mín kemur
í ţúsundatali
á Austurvöll
sólin skín heitt
frá himninum blá
í húsinu grá
viđ Austurvöll
er dimmt

hetjurnar okkar hafa flúiđ ljósiđ
úti-
úti teygjast 10 ţúsund hendur
        til himins
og 10 ţúsund heitar raddir hrópa
        í himininn

Ísland ögrum skoriđ
eg vil nefna ţig
inni
inni falla á ţiliđ 37 skuggar
37 handa međ löngum snyrtum nöglum
afrekiđ er unniđ
feldurinn blái blaktir í golunni dapurt
og ţjóđin mín stendur hnípin á strćtinu
                        og grćtur
stendur í amrískum gasmekki
                        og grćtur
og mćrin bjarta
er stóđ hér viđ um stund
um stund
á leiđ úr dýflissunni dönsku
hverfur á brott
í hvítum reyk
í fylgd međ fangaverđi fjarska sjúkum
í sömu átt og sólin
                        hneig

en fallţung er Ţjórsá
ţyngra streymir Bláá
saman renna um síđir

öflugt er andsvar djúpsins

fljótiđ kyrra breiđa
kćfir logann sem eyđir
aftur rís sól í austri
k e m u r  ţ j ó đ i n  á  Ţ i n g v ö l l


HAUSTLJÓĐ Á VORI 1951

Ein flýgur sönglaust til suđurs,
ţótt sumartíđ nálgist,
lóan frá litverpu túni
og lyngmóa fölum,
ţytlausum vćngjum fer vindur
um víđirunn gráan.
-Hvađ veldur sorg ţeirri sáru,
svanur á báru?

Misst hefur fallglađur fossinn
fagnađarróminn,
horfinn er leikur úr lćkjum
og lindanna niđur,
drúpir nú heiđin af harmi
og hörpuna fellir.
-Hvađ veldur sorg ţeirri sáru,
svanur á báru?

Felmtruđ og ţögul sem ţöllin
er ţjóđin mín unga,
brugđiđ ţér sjálfum hiđ sama:
ţú syngur ei lengur,
ţeyrinn ber handan um höfin
haustljóđ á vori.
-Hvađ veldur sorg ţeirri sáru,
svanur á báru?


CON AMORE

Ég elska konuna nakta
međ nćturgala í augum:
nývaknađa angandi lilju
laugađa hvítri morgunsól,
konuna unga ólétta
međ knapprauđ blóm
á bleikum ţúfum
ţreyjulaus af ţrá
eftir ţyrstum hunangsfiđrildum,
konuna stolta sigurglađa
sýnandi öllum heiminum
sinn vorsána frjóa akur
ţar sem undriđ vex í myrkri
moldinni gljúpu: vex.


Í APRÍL

ég andvarinn viđ rúđu ţína
ó sextán ára og mildum
breyskum höndum brjóst ţín
og hörundsmjúkar axlir
háriđ laust og ljósiđ
hin ljúfu fyrirheit
hjá litlu frjói í apríl
ég andvarinn ó brjóst ţín



Hannes Sigfússon (1922-1997). Hannes Sigfússon skrifađi fjórar ljóđabćkur á tíma­bilinu: Dymbilviku (1949), Imbrudaga (1951), Sprek á eldinn (1961) og Jarteikn (1966). Fram til ársins 1968 birtust ljóđ hans alls 20 sinnum í ţessum tímaritum: Tímariti Máls og menningar, Birtingi og RM: ritlist og myndlist; alls 32 ljóđ: 17 frumsamin og 15 ţýđingar. Ţá birtust ljóđ eftir Hannes í ljóđasöfnunum: Svo frjáls vertu móđir og Ljóđ ungra skálda 1944-54, hvort tveggja 1954. Fyrri ljóđabćkurnar tvćr, Dymbilvika og Imbrudagar eru myndríkar og leiftrandi skáldskapur ţar sem myndhverfingar eru alsráđandi, ljóđin laus viđ skarpa ţjóđfélagsgagnrýni og vand­lćtingu. Ljóđ Dymbilviku eru torráđ og dýr og Hannes varđ ţví eins konar Einar Ben atómskáldanna. Hannes var módernisti í skáldskap sínum og ađ sumu leyti meiri módernisti en formbyltingarskáld enda er stór hluti af ljóđum Hannesar ortur međ hefđbundnum hćtti, einkum ţó Dymbilvika. Imbrudagar er módernískur ljóđabálkur, einkum súrrealískur.
Umskiptin verđa mikil ţegar kemur ađ seinni bókunum tveim. Ţar brýst upp á yfirborđiđ vandlćting skáldsins út af ranglćti heimsins. Međ Sprek á eldinn fćrist Hannes mjög í fang og gerist róttćkur í skođunum og beinir spjótum sínum gegn stríđinu í Víetnam, Atlantshafsbandalaginu og Vesturveldunum en einkum Bandaríkjunum.
Innan Birtingshópsins var Hannes mjög umdeildur ţótt ţess sćist ekki merki á yfirborđinu. Spaugsemi félaganna um ţann ljóđ á ráđi Hannesar ađ hann hefđi gerst mjög kvöldsvćfur, fljótlega eftir ađ hann kvćntist, gefur nokkra vísbendingu um ţađ sem undir bjó.
Ţrjú ljóđ Hannesar fylgja hér. Ţađ fyrsta úr Dymbilviku, nćsta úr Imbrudögum og svo úr Sprek á eldinn.28


VI. 21

Ţófamjúk rándýr sem lćđast
međ logandi glyrnum
í lćvísu myrkri
- og skógur međ kvikum trjám.

Ţađ niđar viđ eyru mér nótt
sem streymir ađ ósi
nótt sem fellur í haf
af hrollköldu ljósi.

Ó andlit međ augum blám.

Ég leita mér fylgsnis
međal fallinna stofna
í fölnuđu grasi
međ augu ţín fyrir lindir
sem streyma bláar í myrkrinu
međan ég sofna.

Svo flćđir hafiđ inn
yfir litverpt landiđ
og loginn í augum
skógardýranna slokknar.

Skógurinn hefur skolazt
af strćtunum gráu.

Skeljar hafsins
geyma augun ţín bláu.


ÚR III. ŢĆTTI

Treglega slćr hjarta turnklukkunnar.
Tólf svartir hrafnar sveifla trosnuđum vćngjum.
Tíbráin í eyra nćturinnar er hljóđari en tunglskiniđ.
Og blint sjáaldur vatnsins ţenst í blindni.

Blindir árshringir í öldnu tré.

Ćđar bćjarins eru sem hljóđ moldvörpugöng.
Hćg hjartaslögin knýja ekki fram öldur af blóđi.
Síđförull mađur seytlar fram úr krepptum hnefanum.
Veggirnir eru víđa kalkađir af snjó.

Andardráttur nćturinnar er eins og flögrandi skuggar.
Á bleiku enni vetrarins glitra snjókristallar.
Maríuháriđ er storknađ af köldum svita.
Myrk hugbođin seiđa eyru nćturinnar međ
vćngjablaki.

Á hvirfli geldmunksins skín í gult tungl.
Lágvćr flaututónninn skelfur eins og ţaninn strengur.
Djúp ţögnin er gáruđ fíngerđum ljósbrotum.
Gult fílabein er greypt í svart skambyssuskeftiđ.

Rafljósameiđirnir bera ţroskuđ aldin.
Mađksmogin epli ljósauganna súrna í hrímţokunni.
Frosnar perurnar falla steinhljótt í myrkur vatnsins.
Hringir spurnarinnar verđa ć hljóđari á vörum
myrkursins.

Á tólfta mánuđi ársins hina tólftu stund.

Á tólfta mánuđi ársins, hina tólftu stund
suđa talsímaţrćđirnir í eyrum hússins líkt og
aldinbor,
eins og launbeittur strengur í lygnu fljótinu
og ljáblik tunglsins gegnum svefngrös skýjanna.

Á móđu fljótsins streymi ég uppstreymis
líkt og áttavillt ský,
eins og loftbelgur í leit ađ víđernum
í luktri skurn eggstofunnar.

Bundinn jörđinni bara
ţessum fíngerđu taugum ...

Ögrandi bros mánans fyllir kaldan glerung gluggans
međ glóhvítum söknuđi
eins og ljós sé kveikt og slökkt í kristal spámannsins
er spáir ţér hamingju.

Unz taug sársaukans brestur, hin bitra sigđ
bítur á svart léreftiđ, hvítt fiđriđ
fyllir vit mín, augu mín og eyru
međ engilfjöđrum.

Og glerbrot rúđunnar glitra í hári mínu
líkt og gimsteinar ...


ŢJÓĐLÍF

Helíumglampi í skýjum!

Snöggt hugbođ um nálćgan dauđa
hrun gnćfandi múra og ţórdunur óttans ...

Ţögn djúp eins og hengiflug ...

Ţađ er sólin sem kveikir í eldfimum tundurţráđum
er kvíslast um öll ský eins og brugđiđ net
viđkvćmra tauga um viđsjálan framandi ţunga ...

Sjá voriđ sprengir lágt blýţak jarđar
međ leiftri eldingar og án brakandi ţrumu:

ó ţögn sem er óp af gleđi!

Hiđ eina sem fellur nokkur strjál högl
og stór heit tár húmskćđ sem gneistaregn:

Ţurrt vetrarmyrkriđ brennur upp!

Nú loga öll vötn sem olía
og allsstađar brenna stjörnur í gljúfrum
ţrengsli jarđar orđin ađ flýjandi víđáttum
og viđnám götunnar sporađ kviku lífi.

Hvarvetna sprettur lifandi fólk
fram úr lokuđum öskjum
og nú er torgiđ sem bylgjandi akur
breiđur af fjöllitum gróđri í ástríđuţrungnum maí

hár logandi af sól svart gulliđ og rautt
-og sinan hvít eins og bćn um friđ
og blessun lygnra sólnátta í júní

Ţví undir glóandi hjálmunum sér í ađsjál augu
andlit hvít eins og vax og lćst eins og búr
lokađar býkúpur suđandi af gráđugum sveimi
svartra hugrenninga í flugnaham

sem bíđa lćvísar fćris af fljúga sem drekar
um fjölbýli gróđursins myrkt og sortnandi ský
og draga sé gulliđ hunang af hverri krónu.



VII. Jón Óskar og Stefán Hörđur

Jón Óskar [Jón Ásmundsson] (1921-1998). Jón Óskar var fjölhćfur listamađur. Hann var fyrst og fremst ljóđskáld, en einnig einstaklega nćmur tónlistarmađur og má finna ţess glögg merki í ljóđum hans. Ađ formi til einkennast ljóđ hans af mjög sér­stakri hrynjandi, sem nálgast ţađ ađ samsvara hefđ­bundnu rími, takturinn jafn, međ endurtekningum, ţar sem tvíliđir međ áherslulitlum forliđ eru áberandi. Ţessi sérstaka hrynjandi, einskonar kliđstíll, og svo spuni áfram og áfram, án greinar­merkja, og finna má í mörgum bestu ljóđum Jóns Óskars, er svo persónulegt stílbragđ ađ háskalegt gat veriđ fyrir ađra ađ tileinka sér án ţess ađ verđa sakađir um stćlingu. Athugasemdir af ţessum rótum eru ekkert einsdćmi og má ţartil nefna umsögn Silju Ađalsteinsdóttur um persónulegan ljóđstíl Stefáns frá Hvítadal.29 Ég varđ strax hugfanginn af ljóđum Jóns Óskars og ţađ er ekkert launungarmál ađ ég reyndi oft ađ tileinka mér ţetta stílbragđ án ţess ađ stćla skáldiđ. Ţađ var kannski tilviljun ađ áriđ 1947 rakst ég á ljóđ í Ţjóđviljanum, sem mér ţótti sérkennilegt og skemmtilegt og ég lćrđi strax utanađ og flutti fyrir vini mína í tíma og ótíma. Ţađ var svo ekki fyrr en mörgum árum síđar ađ ég áttađi mig á ţví ađ ljóđiđ var eftir eitt uppáhalds ljóđskáldiđ mitt, Jón Óskar, en ţetta var löngu áđur en hann hafđi getiđ sér orđ sem ljóđskáld. Ljóđiđ nefndi hann Akranes30 og er svona:

Bátar
vélbátar
trillubátar
árabátar
jullur
Allt upp í togara
allt niđur í stampa
H.B.& Co.
B.Ó.& Co.
Alls konar vörur
Verzlunin Brú
Skýlur fyrir kvenfólk
Sundskýlur.
Dansleikur í Bárunni
bláar auglýsingar
rauđar og bláar
á rafmagnsstaurum.
Telpa međ klútinn sinn
telpa viđ ómálađ
elskulegt grindverk
á kvöldi hljóđu
međ klútinn sinn
og drengir ađ leikjum
langt niđri í fjöru
viđ lygna ölduna
blár er sandurinn
bátar úr skeljum
bátar úr steinum
ţađ er Ver sem kallar
Halló halló!
hvernig er aflinn?
Yfir.
Halló Ver!
Halló Ver!
Ţađ er Aldan sem kallar
Andskotans veđur!
Ekki bein!
Yfir.

Ţađ má strax greina hrynjandina sem átti eftir ađ setja svo sterkan svip á ljóđ Jóns Óskars. Nálćgđin viđ raunveruleikann er einnig áberandi og mótíviđ er svipađ og hjá Jóni úr Vör, báđir eru ađ lýsa mannlífinu viđ sjóinn; annar Patreksfirđi, hinn Akranesi.
Fyrsta ljóđabók Jóns Óskars kom út 1953, Skrifađ í vindinn. Ţar nćst kom Nóttin á herđum okkar (1958) og loks sú ţriđja, Söngur í nćsta húsi (1966). Frá árinu 1949 til 1968 birtust 30 sinnum ljóđa eftir Jón Óskar í Birtingi og Tímariti Máls og menningar eđa alls sex tugir ljóđa. Ţá birtust einnig allmörg ljóđ eftir skáldiđ í nokkrum ljóđasöfnum: Ljóđum ungra skálda 1944-54 (1954), Svo frjáls vertu móđir (1954), Ljóđ og sögur ungra höfunda (1956) og 6 ljóđskáld (1959). Áriđ 1963 komu svo út í einni bók megniđ af ljóđaţýđingum skáldsins, Ljóđaţýđingar úr frönsku. Jón Óskar var einn af ritstjórum Birtings allt tímabiliđ og hafđi alla tíđ mikil áhrif. Ástin er hvarvetna áberandi viđfangsefni í ljóđum skáldsins. En Jón Óskar tók líka ákveđna afstöđu í stjórnmálum: gegn hernum og gegn nýlendukúgun einkum í Miđ- og Suđur Ameríku og eftir innrásina í Ungverjaland snerist hann öndverđur gegn Sovétríkjunum. Jón Óskar var aldrei ádeiluskáld líkt og Einar Bragi og Hannes Sigfússon. Og ţótt honum vćri oft mikiđ niđri fyrir var hin listrćna formgerđ ljóđsins alltaf í fyrirrúmi. Hann prédikađi ekki; hann var fyrst og síđast skáld, og ţađ gerđi mörg ljóđ hans ódauđleg. Ađ ţessu leyti áttu ţeir ýmislegt sameiginlegt Jón Óskar og Sigfús Dađason, en saman unnu ţeir um tíma ađ ţýđingu á frönskum ljóđum.
Nóttin á herđum okkar er ađ mínu mati besta ljóđabók Jóns Óskars og ţar er ađ finna nokkur bestu fríljóđ tímabilsins. Ég birti hér fimm af ljóđum skáldsins. Fjögur ţau fyrstu eru tekin úr Nóttin á herđum okkar en ţađ síđasta úr Söngur í nćsta húsi.31


UM MANN OG KONU

Hvađ getur ţú gefiđ mér,
ţú sem vilt ekki deyja,
eins og ég hvađ get ég gefiđ
ţér sem vilt ekki fara

og ég sem vil ekki fara
og ţú sem vilt ekki deyja

ég rétti ţér einn vetur
af lífi rétti ţér feiminn
einn vetur fullan af lífi

ţú réttir mér eitt sumar
af lífi réttir mér feimin
eitt sumar fullt af lífi.


VORKVĆĐI UM ÍSLAND

Einn dag er regniđ fellur
mun ţjóđ mín koma til mín
og segja manstu barn mitt
ţann dag er regniđ streymdi
um herđar ţér og augu
og skírđi ţig og landiđ
til dýrđar nýjum vonum
ţann dag er klukkur slóu,
ó manstu ađ ţú horfđir
á regniđ eins og spegil
sem speglar ţig og landiđ
í kristaltćrum dropum
ţann dag er lúđrar gullu
međ frelsishljóm, ó, manstu
ţann dag er regniđ streymdi
og regniđ var ţinn spegill
og regniđ var ţitt sólskin
um herđar ţér og augu
ţann dag er landiđ hvíta
varđ frjálst í regnsins örmum
og gleđin tók í hönd ţér
í sólskinsörmum regnsins.

Einn dag er regniđ fellur
mun ţjóđ mín koma til mín;
einn dag er regniđ fellur.


LEITIR

Göngumóđir koma ţeir af heiđum
Íslands ţegar daginn tekur ađ stytta
og nótt ađ lengja, koma svangir af heiđum,
leirugir menn sem hlusta ţreyttum eyrum
á sauđina jarma, hóa ţreyttum rómi
í aftanlygnu haustsins, koma af fjöllum
og strjúka svita af enni göngumóđir,
og rökkurslćđur hjúpa kalda jökla
og fjallatinda háa, koma af fjöllum
og strjúka svita af enni ţreyttum höndum
sem gefast ekki upp á löngum nóttum,
og sjá til byggđa međan hjörđin rennur
í löngum sveigum ofan eftir fjöllum
og byggđin ljómar unađslega í fjarska
međ kvennahlátra og ađra trygga hljóma
sem stíga upp í rökkurhimin kvöldsins
á međan hjörđin rennur ofan slakkann,
og daginn tekur ađ stytta og nótt ađ lengja.


LJÓĐ UM TUNGLIĐ

Nú bregđur tungliđ ljósi á húsiđ ţitt
og húsiđ mitt - tveir menn í tunglskinsheimi -
og innan stundar kemur nóttin mild
til okkar beggja, friđlát tunglskinsnótt,
og kyssir hús ţitt, elskar ţig og líđur
og kyssir húsiđ mitt og elskar mig
og líđur burt og kveđur ţig međ brosi
og kveđur mig í friđi, húsiđ ţitt
er öđruvísi en mitt og ţú ert annar
en ég, og samt er eitt sem tengir mig
viđ ţig og ţig viđ mig, ó nćturtungl,
ó, tunglskinsnótt, sem kom til okkar beggja
sem hvít og fögur stúlka engum gefin.


Á SUĐURNESJUM

Ég minnist ţeirra hvernig ţeir sátu viđ borđin
ungir menn sem drógu ţorsk úr hafi
og hvernig ţeir lyftu glösum til ađ skála
viđ slaghörpuna, urđu loksins reiđir
viđ borđin, tóku ađ lemja ţeim viđ múrinn
og urđu loksins reiđir hver viđ annan
og tóku ađ slá hver annan ţungum höggum
svo dansinn hćtti, urđu loksins ţreyttir
og tóku ađ fađmast, urđu loksins vinir
og brugđu stút á vör í gleđi sinni
ungir menn sem drógu ţorsk úr hafi
viđ Suđurnes í fađmi vetrarkuldans
og norđanvindsins örmum svalar nćtur

Ég minnist ţeirra hvernig ţeir sátu viđ borđin
og lyftu glösum hamingjusamir og báđu
fiđlarana ađ spila La Cumparsita
ungir sjómenn komnir úr fađmi hafsins
bindislausir međ vélarskjálfta í lćrum
og horfđu á mjađmir yndislegra kvenna
og sungu Violetta fölskum rómi
á međan annar dagur reis til starfa
viđ Suđurnes í fađmi vetrarkuldans.



Stefán Hörđur Grímsson (1919-2002). Ég kynntist Stefáni Herđi árin sem ég var í Kennaraskólanum. Hann var ţá tíđur gestur í Granaskjóli 19 hjá Áslaugu á Heygum og Magnúsi Magnússyni sem ţar bjuggu. Áslaug á Heygum, eđa Aslá eins og hún var venjulega kölluđ, var dóttir Emmu á Heygum, sem var systir ţáverandi tengdamóđur minnar, Önnu Katarine Ţorsteinsson, en ţćr systur komu til Íslands frá Danmörku, giftust og bjuggu lengstaf í Vestmannaeyjum. Aslá var mikil listakona og ég minnist ţess ađ Stefán Hörđur tók mikiđ mark á henni, leitađi álits hennar á eigin skáldskap og annarra, en á ţessum tíma var hann ađ leggja drög ađ annarri ljóđabók sinni, sem var Svartálfadans og kom út 1951, áriđ sem ég útskrifađist úr Kennaraskólanum. Mér er minnisstćtt eitt skipti ţegar ég kom í Granaskjól. Ţá var Stefán Hörđur ţar og las af blöđum og flutti ljóđ, sem ţá var veriđ ađ búa til prentunar. Mér fannst Stefán Hörđur einstaklega ljúfur mađur og hann virtist alltaf hafa nógan tíma til ađ dvelja međ ţessu vinafólki sínu, drekka kaffi, borđa smákökur, hlusta og leggja stöku sinnum orđ í belg. Ţá sat hann venjulega í stofusófanum, hallađi sér upp ađ púđum og lét fara vel um sig. Magnús var mjög róttćkur í skođunum, sannur kommúnisti; hafđi oft uppi stór orđ og var flokksbundinn í Sósíalistaflokknum og tók ţátt í ýmsum samtökum sem tengdust flokknum.
Fyrsta ljóđabók Stefáns Harđar, Glugginn snýr í norđur kom út 1946, og voru ţar einungis hefđbundin ljóđ. Svartálfadans vakti ţví heilmikla athygli, enda var ţar allt órímađ og nýstárlegt. Stefán Hörđur var myndrćnn í ljóđum sínum og hafđi engar áhyggjur af tortímingu jarđarinnar og enga hvöt hjá sér til ađ abbast upp á stjórnvöld, ţótt hann hafi tekiđ sér stöđu međ vinstrisinnuđum félögum sínum. Í ljóđum sínum var hann hvorki áróđursmađur né ádeiluskáld, heldur listrćnn módernisti og á vissan hátt rómantískt ljóđskáld. Svartálfadans var eina ljóđabók Stefáns Harđar á tímabilinu en eftir hann birtust á ţessum árum á annan tug ljóđa í bókmenntatímaritum: Birtingi, Tímariti Máls og menningar, Nýju Helgafelli, Félagsbréfum og Dagskrá. Á tímabilinu birtust einnig eftir hann ljóđ í tveim ljóđasöfnum: Ljóđ ungra skálda 1944-54 (1954) og 6 ljóđskáld (1959). Ţrjú eftirfarandi ljóđ birtust í Svartálfadans.32


BIFREIĐIN SEM HEMLAR HJÁ RJÓĐRINU

Bifreiđin sem hemlar hjá rjóđrinu
í líki svartrar pöddu
hvílir heit hjól sín
á međan fólkiđ streymir í skóginn
og fyllir loftiđ blikkdósahlátri.

Ađ baki liggur vegurinn
langur hlykkjóttur ormur.

Vina mín međ spékoppana
og málmbjöllurnar
einu sinni var
enginn vegur
hér hafa tćrđir menn og bleikar konur
reikađ torfćrar móagötur
í skini og skugga
dökkar sjalrýjur á herđum
hendur luktar um kvistótt prik.

Viđ sem erum hingađ komin
til ađ laugast fossúđa
viđ erum ekki hrein
og ţađ er gamalt blóđ okkar

ţau eru skuggar okkar
ţau eru skuggar okkar.


HALLÓ
LITLI VILLIKÖTTURINN MINN

Hár ţitt
sólskiniđ á örćfum vetrarins

augu ţín
ţetta bláa sem fyllir runnana í ágúst
ó augu ţín.

Og ţegar ég mćti ţér
brosa augu ţín.

Litli villikötturinn minn
óargadýriđ í myrkviđnum
hiđ dökka auga nćturóttans
og hlátur júnídagsins

yndiđ í garđi kvöldsins
veiztu hver hefur reikađ um garđinn í kvöld?

Hlauptu, týnztu
hlauptu fyrir björg og týnztu

litli mjúki villikötturinn minn
ég mun leita ţín.


HJÁ HRUMUM SKIPUM

Hjá hrumum skipum
beiđ ég fars
međ brimsins furđu-
lag í haust
og leit er vindur
sandinn bar
í augu sérhvers dags.

Frá rauđum vagni
kvöldiđ gekk
á sandinn kaldan
nakiđ, fölt.
Og nóttin var međ
svarta skó
og dansinn nóttin steig

í rauđu hjarta mínu
á svörtum skóm.



VIII. Sigfús Dađason

Sigfús Dađason (1928-1996). Sigfús Dađason var eldheitur byltingarmađur, ritstjóri Tímarits Máls og menningar og náinn samstarfsmađur Kristins E. Andréssonar og heimagangur hjá Kristni og Ţóru konu hans frá ţví ađ hann fyrst flutti til Reykjavíkur. Bein afskipti hans af stjórnmálum voru meiri og róttćkari en flestra annarra og má ţar benda á fjölmargar ritstjórnargreinar Sigfúsar frá 1959 til loka formbyltingar­tímabilsins. En Sigfús átti ţađ sammerkt međ Halldóri Laxness, sem var framan af starfsferli sínum áhrifamesti pólitíski trúbođi međal íslenskra rithöfunda, ađ báđir voru ţeir skáld af innstu hjartans rótum. Ţótt ţeir vćru óvćgir og oft ósvífnir í dćgurmálaumrćđunni (Halldór einkum í blađagreinum og á mannfundum en Sigfús í ritstjórnargreinum sínum) var listforminu aldrei fórnađ ţegar ţeir voru á ţeim buxun­um. Andhverfu skáldsins Sigfúsar Dađasonar má glöggt greina í stíl og innrćtingu ritstjórans Sigfúsar Dađasonar í eftirfarandi hugvekju:

Kommúnismanum á Íslandi, eins og annars stađar, mun verđa lítill akkur í ţeim mönnum sem eru ađ leita sér hneykslisfrćgđar eđa ţeim áhangendum einhverskonar rómantísku sem ekki hafa ţrótt til ađ horfast í augu viđ heiminn. Ţeir sem ekki vilja beygja höfuđ sín fyrir siđferđi hrćsninnar, fyrir ábyrgđarkennd hins ótakmarkađa hugleysis, og hafa algáđum augum prófađ og metiđ ţá lausn vandamálanna sem kommúnisminn býđur, - ţeir menn munu verđa ţađ bjarg sem kommúnisminn byggir á hér eftir sem hingađ til.33

Eftir Sigfús frá ţessum tíma eru tvćr ljóđabćkur: Ljóđ 1947-1951 (1951) og Hendur og orđ (1959). Eins og áđur er vikiđ ađ voru ţeir Sigfús og Jón Óskar mjög nánir og unnu međal annars saman ađ ţýđingum á franskri ljóđlist. Mér finnst stundum ég finna fyrir sterkum áhrifum í ljóđum Sigfúsar frá Jóni Óskari, en eflaust hafa ţessi áhrif veriđ á báđa bóga. Viđfangsefnin í ljóđum Sigfúsar eru heimspekilegs eđlis. Ţar gćtir oft ćđruleysis en einnig kaldhćđni. Og svo yrkir hann um lífiđ og ástina. Ljóđ hans eru tćr og glitrandi og listrćn allt í gegn. Ţótt Sigfús hafi veriđ eindreginn marxisti og beittur áróđursmađur, sem ritstjóri Tímarits Máls og menningar eins og áđur er vikiđ ađ ber lítiđ á bođunaráráttunni í ljóđum hans. Jafnvel í ţeim örfáu ljóđum, ţar sem hann yrkir um pólitísk átakamál eins og t.d. í ljóđabálkinum Borgir og strendur er hiđ listrćna gildi hvarvetna ríkjandi. Svo aftur sé vikiđ ađ samlíkingunni viđ Halldór Laxness má benda á Atómstöđina: hápólitískt mótív ţar sem hin listrćnu gildi sitja í fyrirrúmi. Sama má segja um Borgir og strendur hjá Sigfúsi, og fylgir ţađ ljóđ hér á eftir međ öđrum völdum ljóđum skáldsins.
Á ţriđja tug ljóđa Sigfúsar, bćđi frumsamin og ţýdd, birtust í tímaritum; ađallega í Tímariti Máls og menningar en einnig í Birtingi, Rétti og Lífi og List. Hér eru birt fimm af ljóđum Sigfúsar. Fjögur fyrstu eru úr Ljóđ 1947-1951 og ţađ síđasta úr Heldur og orđ.34


X DĆGURLAG

Draumurinn er eins og tunglskin
tunglskiniđ er eins og draumur
eins og tunglskin
draumurinn sem mig dreymdi loksins í nótt

eins og hafiđ eins og tungliđ eins og kjölfariđ
eins og augu djúpt í hafinu
eins og ţú gleymir mér
eins og ţú minnist mín í kvöld
eins og sigling yfir hafiđ eitt og grátt

eins og ţú kemur til mín
eins og ţú kemur loksins í nótt
eins og kjölfariđ í tunglskininu
eins og tungliđ í kjölfarinu og hafiđ stórt og eitt


XII SEPTEMBERBĆN

Já ţú ert farin og ég hef ekki
annađ en hlut einn lítinn sem ţú gafst mér
sönnun um ţig og ţó er sem ég heyri
ţögnina ćpa ađ ţú sért ei, týnist
og ţig sem týnist angrar ekkert, kvöldiđ
eina hiđ mikla gćtir ţín: og raddir
trúnađar hvísla, hlátrar allra manna
hljóma ţér, augu ţúsund glampandi augu
sjá ţig: og ljósin ţakka ţér og myrkriđ
ţrýstir ţér ađ sér: Lífiđ: má ég biđja
(vonlausrar bónar er ég sit hér aftur
einn utan dyra heimsins langan veg)
kvöldiđ ađ gćta ţín af ţögulli alúđ,
ţig ađ ţú sért ţó ekki sértu hér.


XIII

Ţegar ţú komst ţá var skínandi morgunn:
skínandi morgunn sem viđ áttum saman.

Ţegar ţú komst ţá var glampandi kvöld
glampandi kvöld hiđ órólega:
gegn ţví átti ég ekki vörn.

Ţegar ţú komst ţá var niđdimm nótt:
mín eina vörn gegn niđdimmri nótt.


XV

Ţessi langi morgunn allra
og ađ baki honum nóttin
og ađ baki henni ţú
og í ţúsund hvíta morgna
ţúsund daga hef ég beđiđ
eftir kvöldinu eftir ţér.

Og ţá komst ţú ein frá öllum
inn í eilífđ ţá er síđan
hlaut ađ verđa hér og nú:
samt í öryggđ ţinna nátta
hef ég óttazt komu dagsins
óttazt för ţína frá mér.

Og á ţessum langa morgni
langa hvíta er för ţinni aftur
heitiđ trođnar brautir burt
út til allra og nú mun biđ mín
fánýt verđa eftir kvöldi
eftir nóttu eftir ţér.


BORGIR OG STRENDUR XIV 4

                        Corrumpe et impera
„Fyrrum var sagt: ţú skalt sundra og drottna síđan -
en vér höfum nýtt og ljúfmannlegt bođorđ.
Vort bođorđ er stórfenglegt
einfalt og snjallt
og tćrt eins og sjálft dagsljósiđ.

Drottnun er ekki samrćmanleg vorum hugsjónum:
undirokađar ţjóđir
eiga sér öruggan samastađ
í hjarta voru.
Vér berum friđarorđ sundruđum
og vér flytjum huggun fátćkum.

Vér erum málsvarar frelsis:
frjálslyndi vort er svo yfirtak víđtćkt
ađ ţađ krefst frelsis handa kúgaranum
friđar handa rústunum
lífsréttar handa dauđanum.

*

Ţjóđ yđar er spillt
ţjóđ yđar er spillt í dýpsta eđli sínu.
En vér höfum einstakt lag og sjaldgćfa ţolinmćđi
til ađ leika viđ spillingu ţjóđar yđar.

Sá leikur er oss auđveldur
en raunar ekki mörgum öđrum hentur.
Í trúnađi sagt: vćri ţjóđ yđar ekki fullspillt
gćtum vér látiđ henni í té
ögn af spillingu
ţví vér trúum á spillingu
nćrum og nćrumst á spillingu.

Eftir á skulum vér segja viđ yđur međ blíđu:
kćru vinir
spilling ţjóđar yđar er svo róttćk
ađ jafnvel vér eigum fullt í fangi
ađ tćta um hana.
Og ţá munum vér einnig sanna yđur tölfrćđilega
ađ vér en ekki ţér
höfum krafta til ađ gćla viđ
hina óumflýjanlegu međsköpuđu og óbreytanlegu spillingu.
Vér sem nú tölum erum hinir alefldu krossfarar gegn spillingunni
vér erum ađ sjálfsögđu persónugervingar siđferđisins.

*

Hér birtist frumleiki vor og djúpsći
hér klýfur snilli vor björgin
innsýn vor lýsir yfir höfin.

Sjálfgerđir fjötrar
eru traustastir fjötra.

Ţegar vér leggjum ástfólgna vini vora í fjötra
setjum vér vanalega ađ skilyrđi
ađ ţeir hafi sjálfir grátbćnt oss um ţá
oss sýnist ađ sá einn háttur sé oss sćmandi
og ţeim sambođinn.

Vér ţurfum ekki ađ beita afli voru
vér sýnum ekki hnefann
(nema í ýtrustu undantekningum
og á ţeim stöđum
ţar sem hnefaafl vort helgast af sögulegum rétti):
ţér skuluđ koma skríđandi ţér skuluđ koma grátandi
og biđja oss ađ varveita yđur fyrir sjálfum yđur.

Slíkur er töfrakraftur vors einfalda bođorđs
aldrei hafđi fyrirrennurum vorum
lćrzt jafn-vel og oss
ađ hálsinn sem sjálfkrafa laut undir okiđ
var tryggast beygđur.

Já vér trúum á guđ spillingarinnar
- en á illum stundum
nagar laumuleg hjátrú taugar vorar
og óútreiknanlegir misreikningar
lćđast ađ söguminni voru.

Ţetta eitt gengur fram af skilningi vorum:
vér trúđum guđi spillingarinnar
vér sáum hann ríkja almáttugan
í sama vetfangi og ţeir risu upp
og ţeir risu upp.

Ţetta eitt gengur fram af djúpsći voru:
hvar höfđu ţeir leynzt fyrir guđi vorum
ţeir sem risu upp?“



IX. Ari Jósefsson, Dagur og Ingimar Erlendur

Ţremenningarnir Ari, Dagur og Ingimar Erlendur áttu margt sameiginlegt. Ţeir voru litríkir og róttćkir og virtust eiga í vćndum glćsta framtíđ sem ljóđskáld. En ekki fer allt sem horfir og örlög ţessara ungu skálda urđu harla ólík. Ţó eiga ţeir ţađ sameiginlegt ađ hafa skipađ sér í ţann hóp atómskálda, sem nćr eingöngu ortu óhefđbundin ljóđ.

Ari Jósefsson (1939-1964). Áriđ 1961 ţegar ég gekk frá ljóđabók minni Djúpfryst ljóđ, nafngreindi ég aftast í bókinni 53 skáld og ađra listamenn sem ég taldi mesta og besta á ţeim tíma, eins og ég hef áđur vikiđ ađ. Í ţessum hópi var Ari Jósefsson, ungur mađur sem ég hafđi aldrei kynnst og aldrei séđ og hafđi hann ţá enn ekki gefiđ út ljóđabók. Áriđ 1959 birtust hins vegar eftir hann ţrjú ljóđ; tvö í Birtingi (Engill og Brennifórn) og eitt í Tímariti Máls og menningar (Sćring). Ég hreifst af ţessum ljóđum og skipađi honum ţví strax á minn persónulega lista yfir úrvalsskáld og listamenn. Sama ár og áđurnefnd ljóđabók mín kom út birtist ljóđabókin Nei eftir Ara, og sú eina sem eftir hann liggur. Á árunum 1959-61 birtust sex af ljóđum Ara í Tímariti Máls og menningar og Birtingi. Áriđ 1958 stóđ hann ađ útgáfu tímaritsins Forspil ásamt Degi Sigurđarsyni, Jóhanni Hjálmarssyni, Ţorsteini frá Hamri, Atla Heimi Sveinssyni og fleirum. Ari varđ ekki langlífur, lést međ voveiflegum hćtti ađeins 25 ára gamall. Ljóđabók hans var í fullu samrćmi viđ ţćr vćntingar sem ég hafđi gert til hans. Ljóđ hans voru yfirleitt stutt og myndrćn. Ari notar hvorki punkta né kommur, einungis tvípunkt af greinarmerkjum og hafđi til­eink­ađ sér ýmiss stafsetningarafbrigđi í anda Halldórs Laxness. Ţótt yfirbragđ ljóđanna vćri yfirleitt líflegt, litauđugt og jafnvel gáskafullt mátti ţar einnig kenna bölsýnis vegna illsku mannsins og óréttlćti heimsins. Af orđum sem höfđ eru eftir Ara Jósefssyni er augljóst ađ hann hefur haft ákveđnar skođanir á ljóđum og tilgangi ţeirra. Ég ćtla ađ grípa hér niđur í áđur-ívitnađa viđtalsgrein Einars Braga í Birtingi ţar sem Ari Jósefsson, Jóhann Hjálm­ars­son og Jón frá Pálmholti bregđast viđ spurningu Einars Braga: „Til hvers yrkiđ ţiđ?“

Ari: Mér finnst ekki vera ástćđa til ađ setja nokkurt orđ á prent, nema ţađ hjálpi á einhvern hátt fólkinu til ađ skapa sér betri heim.
Jóhann: En hjálpar ekki öll list fólkinu til ađ skapa sér betri heim? Öll góđ list hlýtur ađ vera međ fólkinu, og ljóđ sem er fagurt í sinni tjáningu hlýtur ađ benda fólkinu á rétta leiđ.
Ari: Jájá, ţađ eru bara ţessi hlutföll milli blómanna og kartaflnanna, sem viđ vorum ađ tala um áđan.
Jón frá Pálmholti: Ţađ er náttúrlega hćgt ađ rćkta hvort tveggja í senn - ţađ er hćgt ađ láta kartölurnar blómstra.35


LEIKSLOK

Lengi höfđum viđ leikiđ ađ orđum
látiđ ţau svífa í bláu ljósi
uns ţau sprúngu einsog sápukúlur br>
Viđ lékum okkur ađ orđum
uns geislarnir hurfu
og um hendur okkar flćddi
blóđ myrkursins
ţykkt heitt og svart


SULTUR

Í nótt var túngliđ
svo gult og feitt
ađ mig lángađi til ađ éta ţađ

En kallinn í túnglinu
hleypti í fjallabrúnirnar
og hvćsti: ég á ţađ

Í nótt varđ myrkriđ
svo ţúngt
ađ nú fć ég ekki hrćrt ţađ


ENGILL

Ég tók ţig útúr nóttinni
og leysti ţig úr klćđum
ég tók handfylli af snjó
og ţvođi ţig hvíta
ég tók handfylli af túnglskini
og festi á ţig vćngi

Og ég horfi á ţig fljúga
útí bláinn


LESTARFERĐ

Djöfulóđ lestin
ćđir gegnum svartnćttiđ
međan önnur dýr sofa
í skóginum

Einstaka ljósormar grćnir
glitra međfram teinunum
ađ öđruleyti er ekkert
nema myrkriđ
og andlit manns sjálfs

Ţađ speiglast í rúđunni
og mađur er ljótur í framan



Dagur Sigurđarson (1957-1994). Dagur Sigurđarson var afkastamikill höfundur allt frá upphafi skáldferils síns. Fyrsta bók hans, Hlutabréf í sólarlaginu kom út 1958, tveim árum síđar Milljónaćvintýriđ (1960), ţarnćst Hundabćrinn eđa Viđreisn efnahagslífsins (1963) og loks Níđstöng hin meiri (1965). Á ţessum árum og fram til 1968 birtust ljóđ hans 19 sinnum í fimm bókmenntatímaritum, alls rúmlega ţrír tugir ljóđa, ţar af fjögur ţýdd. Ég varđ strax hrifinn af ljóđum Dags, fannst hann kraftmikill, opinskár, gáskafullur og ögrandi og laus viđ ţann harmagrát og ţunglyndi, sem einkenndi sum ungu skáldin. Ţađ fór ţví ekki milli mála hjá mér ađ setja hann á lista hinna útvöldu ásamt og međ Ara Jósefssyni og hinum snillingunum. Ég kynntist aldrei Degi persónulega enda bjó ég erlendis allan sjöunda áratuginn, ţann tíma sem hann var hvađ atkvćđamestur í skáldskapnum. Í grein sem Jóhannes úr Kötlum skrifađi um tvćr nýútkomnar ljóđabćkur 1960 (Milljónaćvintýriđ eftir Dag Sigurđarson og Tannfé handa nýjum heimi eftir Ţorstein frá Hamri), kemst hann svo ađ orđi um ţá fyrrnefndu ađ hún sé: „hugrökk tilraun vandrćđabarns á atómöld til ađ svipta falshjúpnum af umhverfi sínu, sópa burt pestarlofti stríđsgróđahyggjunnar og komast inn ađ ţeim mannlega kjarna sem dylst bak viđ tómlátt gerfi vonsvikinnar kynslóđar.“37 Hér er ekki skafiđ utan af hlutunum. Og ţótt ég hafi séđ ljóđ Dags í nokkuđ öđru ljósi er umsögn Jóhannesar athyglisverđ og sjálfsagt réttmćt. Hér verđa birt sex af ljóđum Dags Sigurđarsonar. Tvö ţau fyrstu eru úr Hlutabréf í sólarlaginu, ţá eitt úr Milljónaćvintýrinu, annađ úr Hundabćnum og svo tvö úr Nýđstöng hin meiri.38


HAUST

Gaman er ađ gánga
í úđanum og rýna
niđurí göturćsiđ

Í leit ađ perlum
eđa krónkalli
eđa bara vindlingsstúf

Í úđanum, laugađur
tárum guđs

Á vit ástar
sem vafasamar heimildir
telja sterkari en dauđann

Fárast ekki yfir
grátnum í honum guđi

Dást ađ ţví, hve haglega
götusóparar hafa
sópađ föllnum laufum
saman í hrúgur


KVENMANNSLEYSI

Hví vantar mig ţrótt
til ađ lifa og sýngja?
Hví geing ég sljór
um götur og torg?

Hví sparka ég til húsveggjanna?
Standa ţeir í vegi
fyrir róttćkum hugmyndum mínum?

Mig vantar félaga og förunaut.
Blóđ mitt er geislavirkt.
Í lendum mínum
fara fram kjarnorkuspreingingar.


SVONA VERTU NÚ GÓĐASTELPAN

Svona vertu nú góđastelpan og komdu út
međ mér. Voriđ er á
nćsta leiti og ég á flösku af púrtara.
Viđ getum geingiđ útí Örfirisey og gapađ
framaní sólina, eđa
suđurmeđ sjó og hlustađ á niđ
skolprćsanna. Möguleikarnir eru
ótćmandi.
Viđ getum brennt sinu á Öskjuhlíđinni og
sáđ illgresi í skrúđ-
garđa burgeisanna. Ég á arfafrć í poka
síđan í haust.
Gerđu ţađ komdu. Af áheyrendapöllum
alţíngishússins get-
um viđ sáldrađ kláđadufti yfir ţingheim.
Svona vertu nú góđastelpan. Ţú verđur
ekki svikin af mér og
púrtarinn er ómengađ portúgalskt
táfýluvín.


Á TORGUM

Ég er gjarn á ađ vorkenna sjálfum mér
en ég skćli heima einsog hetjurnar
og fjasa ekki um einkamál á torgum.

Á torgum segi ég: Góđan dag.
Léleg er sprettan. Ţeir
eru ađ moka upp síldinni.

Eđa: Ţeir voru ađ fella geingiđ. Afhverju
er ekki komiđ verkfall?

Og viti ég eitthvađ
um nýjasta hneyksliđ í utanríkismálaráđuneytinu
ţá hnýti ég ţví aftaní.

Ég ber ekki einkamál mín á torg.
Á torgum er ţörf á öđru.


VEI ŢEIM

Vei ţeim sem lendir í klandri og á ekki hreinar
nćrbuxur!


LJÓSMYNDIR FULLTRÚANS

Ég.
Börnin mín.
Konan mín.

Ég viđ húsiđ mitt.
Ég í bílnum mínum.
Ég međ konunni minni.
Ég međ hundinum mínum.



Ingimar Erlendur Sigurđsson (1933). Á ţessu tímabili kom út ein ljóđabók eftir Ingimar Erlend, Sunnanhólmar (1959). Nokkur ljóđ birtust einnig á árunum 1957 til 59 í Félagsritum, Dagskrá og Tímariti Máls og menningar. Ingimar Erlendur hóf skáldferil sinn sem litríkt og fullskapađ atómskáld. Hann hefur síđan sinnt skáldskapargyđjunni dyggilega allt fram á ţennan dag. Hér birtast fimm ljóđ úr Sunnanhólmum.39






SKýJAKLJÚFAR

Ţeir rísa
međ ţúsund ţrep
til himins

ekki eins og kórall
úr djúpinu
eđa jólatré
međ ljós sín
eins og eldflaugar
reistar
til himins
og reiđubúnar

međ allt
innanborđs

nema ţig
sem ég leitađi
og loksins
fann

í kofanum
viđ ána
ţar sem lyngiđ grćr.


ELDUR

Í nótt ţegar stjörnurnar
loga

skulum viđ kveikja í
myrkrinu

og horfa á ţađ
brenna

unz síđustu logarnir
deyja

og allt er orđiđ
myrkt.


EILÍFĐ

Ţar sem skógurinn hverfur á vit draumsins
hef ég reist mér hús án veggja.

Ţar sem áin líđur gegnum sígrćnan skóg
hef ég reist mitt hús án dyra.

Ţar sem skógurinn speglar fegurđ sína
hef ég reist mitt hús án glugga.

Ţar sem hvelfist endalaus blár himinn
rís mitt hús án ţaks.


VINA MÍN

Augu vinu minnar voru sem stjörnur á himni
mínum og í öđru auga hennar var ástin og í
hinu auga hennar var gleđin. Nú eru augu
vinu minnar lukt og vindurinn ćđir um kald-
an geiminn.


LÍF

Undarlega ţráláta orđ
Í hverjum afkima
undarlega ţráláta líf
undir öllum stjörnum

risavaxinn er skugginn
tómleikinn ađ baki hans.



X. Jóhann Hjálmarsson og Matthías

Jóhann Hjálmarsson (1939). Jóhann Hjálmarsson var skáld birtunnar og hinna skćru lita. Ljóđ hans vöktu mönnum gleđi og bjartsýni. Hann málađi litríkar myndir, einfaldar og skýrar. Jóhann var ekki bođunarskáld; ekki prédikari, og ţessi ljóđ voru svo blessunarlega laus viđ allan harmagrát og baráttuvćl skáldanna sem litu á sig sem varđmenn ţjóđarinnar og postula réttlćtisins. Ţannig virkuđu ţessi ljóđ á mig strax viđ fyrstu kynni. Í viđtalsgrein í Birtingi 1958 segir Jóhann: „Ljóđlistin hlýtur ađ vera andóf gegn öllum ţessum hávađa nútímans. Hún finnur ţörfina á ađ byrja upp á nýtt, mynda ný orđ eins og dadaistarnir sem töluđu til mannanna á ný og sögđu dada eins og barniđ. Ţađ er ţörf á einhverju sem sprengi mćlskuna og leiđi menn út úr vélamenningunni, borgarlífinu.“40 Á formbyltingartímabilinu, sem ég hef nefnt svo, komu út fimm ljóđabćkur eftir Jóhann: Aungull í tímann (1956), Undarlegir fiskar (1958), Malbikuđ hjörtu (1961), Mig hefur dreymt ţetta áđur (1965) og Nýtt lauf, nýtt myrkur (1967). Auk ţess gaf Jóhann út eina bók međ ljóđaţýđingum, Af greinum trjánna (1960). Á árunum 1956 til 1966 birtist á sjöunda tug ljóđa eftir Jóhann Hjálmarsson í á ţriđja tug tölublađa: í Birtingi, Tímariti Máls og menningar, Félagsbréfum og Forspili, ţar af rúmlega helmingurinn ţýdd ljóđ. Sjálfur stóđ hann ađ útgáfu Forspils međ öđrum og var um tíma í ritstjórn Birtings. Hér eru fimm af ljóđum skáldsins: tvö ţau fyrstu úr Aungull í tímann, nćstu tvö úr Undarlegir fiskar og ţađ síđasta úr Mig hefur dreymt ţetta áđur.41


LJÓĐ

Glóandi
aungull
í
húmbláu
djúpi

Hikandi
fiskur

Lítiđ barn er lćđist eftir brúnum sandinum
í leit ađ óskasteini


BARNIĐ OG DAGARNIR

Dagarnir koma hlaupandi
útúr skóginum
og drukkna í vatninu

Lítiđ barn starir forvitnum augum
á konu međ rautt hár
rauđhćrđa konu
međ grćnt epli
í gulum kjól
í gulum kjól


ÚNGUR ER ŢYTURINN

Úngur er ţyturinn
sem bćrir krónur trjánna

ţyturinn

sem fer yfir jörđina í dag
en er dáinn á morgun

ţví ţyturinn úngi
lifir ađeins einn dag

eins og gleđin
eins og sorgin

en hann skilur eftir óm
í hjörtum skóganna


GRÁ HÚS

grárri en morgunninn
grárri en himinninn
grárri en vegurinn sem viđ gaungum

Og rauđ sól

rauđari en blóđiđ
sem litar hendur mannanna
rauđari en fánarnir sem ţeir hófu á loft

En sterkari öllu
kemur ástin á fund okkar
og gefur okkur ljóđiđ sem aldrei deyr


KVÖLD VIĐ HRINGBRAUT

Glefsandi rakkar skýjanna
á dreyralitum himni
Andar ljóskeranna flađra
upp um dökkar skeljar húsanna
mjóslegin tré međ lauf eins og gangţófa
og menn sem gelta á stjörnurnar


Matthías Johannessen (1930). Matthías var einn af ţessum líflegu strákum sem hófu ljóđaferil sinn međ tilţrifum, laus viđ barlóm og vćl, og hafđi ađ ţví er virtist engar stórar áhyggjur af tortímingu jarđarinnar né veru erlends hers í landinu. Viđ Matthías vorum jafnaldrar ásamt Vilborgu Dagbjartsdóttur og Jóni frá Pálmholti. Ég kynntist Matthíasi ekki á ţessum árum, og raunar aldrei persónulega. En hvađ um ţađ mér líkađi strax viđ tóninn í ljóđum fyrstu bókarinnar, Borgin hló, sem kom út 1958. Matthías átti einnig ljóđ í bókinni 6 ljóđskáld, sem kom út sama ár. Síđan komu tvćr ljóđabćkur í röđ: Hólmgönguljóđ (1960) og Jörđ úr ćgi (1961). Síđan Vor úr vetri (1963) og loks Fagur er dalur (1966). Reyndar átti Matthías ljóđ í tímaritinu Helgafelli strax áriđ 1954, en auk ţess birtist tugur ljóđa eftir hann á árunum 1957-68 í Félags­bréfum, Birtingi og Andvara.
Hin vígreifu ádeiluskáld úr trúflokki Kristins E. Andréssonar voru mörg hver lítt hrifin af skáldskap Mattíasar, töldu hann ýmist léttúđugan eđa lítilfenglegt skáld. Ekki bćtti ţađ heldur úr fyrir Matthíasi ađ hann var um ţetta leyti farinn ađ starfa á Morgunblađinu, og var fljótlega sestur í ritstjórastól. Einar Bragi skrifađi ritdóm í Ţjóđviljann um fyrstu ljóđabók Matthíasar, Borgin hló. Ţar komst hann svo ađ orđi: „Ţetta er fjarska veigalítil bók. Í henni örlar hvergi á frumleik né árćđi, og ekkert ljóđanna sannfćrir mann um ađ hér sé skáld á ferđ.“42 En ţessi ritdómur Einars Braga er ekki síst athyglisverđur vegna ţess hve mjög hann endurspeglar ţá hugmyndafrćđi ađ skáld eigi ađ predika, bođa stefnu. Í nefndum ritdómi segir: „[Matthías] er ekki í neinni uppreisn gegn umhverfi sínu, á ekki í neinni innri baráttu, er aldrei yfirskyggđur neinu sem menn mundu orđa viđ andagift eđa innblástur (...) hugsar aldrei neinar hćttulegar hugsanir, (...) sneiđir hjá öllu hrjúfu og óţćgilegu.“43
Hér eru birt fjögur af ljóđum skáldsins: Fyrstu tvö eru úr Borgin hló. Síđan eitt úr Hólmgönguljóđ og annađ úr Fagur er dalur.44


SVÖRT LĆĐA

Hún horfđi á mig eins og svört lćđa
sem stendur viđ fćtur manns
međ gul augu
og vill láta strjúka sér.

Hún horfđi á mig
hvítum gagnsćjum augum
og ţađ var ţögn á milli okkar.

Svo strauk ég henni.


ĆSKAN Á SVÖRTUM SOKKUM

Ţegar myrkriđ settist ađ í augum ţínum
flissađi borgin eins og unglingsstelpa
sem er nýbyrjuđ ađ drekka kókakóla
á Adlon
og göturnar ómuđu af uppgerđarhlátri
ţeirra sem gengu prúđbúnir
af dansleik kvöldsins
og spegluđu sig í augum lindarinnar
sem brosti viđ ţeim
saklaus og feimin
á svörtum skóm.

Ţegar myrkriđ settist ađ í augum ţínum
svo ţú sást ekki ljósin í gluggunum
né bros barnsins sem horfđi á ţig
eins og tvćr stjörnur yfir Esjunni,
kom ćskan hlćjandi á móti ţér
kom ćskan í rauđri úlpu
og svörtum sokkum
og sagđi: Ég er lindin,
ég er lind borgarinnar.
Ef ţig ţyrstir máttu drekka.

Og ţú stóđst lengi međ ţögn á ţreyttum vanga,
hlustađir á niđinn
og rót ţín var opin fyrir vatninu,
hlustađir á niđinn
ţegar lindin rann inn í ţig
ţegar borgin hló í myrkrinu

ţegar borgin hló.



HÓLMGÖNGULJÓĐ
(brot úr ljóđabálki: sex stef)


(7)

ţú
ert órímađ ljóđ
sem talar viđ kvöldsólina
međan hún rođar vesturfjöllin
sviptir heklu grárri ţokuslćđunni
og veiđir ares og afródítu í net sitt
en viđ höfum ekki tíma
til ađ hlusta á vindinn hvísla ađ okkur gamalli
gođsögn
viđ höfum ekki tíma til ađ hlusta á ţig tala viđ
kvöldsólina
og segja henni frá hvernig ţú veiđir okkur
í orđ ţín

međan viđ erum önnum kafnir
viđ ađ fćra konur vina okkar úr buxunum


(10)

ţú
ert kvöldsól
á heiđinni

lýsir upp myrkriđ
í tinnusvörtum augum
síđbúins ferđamanns
sem áir undir hrímhimni
viđ dimmumót gáir til byggđa
og horfir á fjöllin
tína af sér spjarirnar
unz ţau liggja
lognblá og nakin skyggnist
eftir nýjum krúnurökuđum degi
sem brýzt út úr fangelsi tímans
ţegar skímir til byggđa

hrópar: ó sól!


(18)

ţú
ert heimsstyrjöld
á hafinu umhverfis ísland
en okkur kom hún ekkert viđ
sáum ađeins stöku sinnum
ţegar skipin lögđust ađ bryggju
eins og grá ský
nýkomin af hafi
en eiga skamma viđdvöl:
ţeir voru fluttir í land
slasađir dauđir
en viđ fórum heim
međ nokkra tindáta í vasanum

á túninu umhverfis kirkju
krists konungs
voru margar orustur háđar
viđ ferdínant hringjara
sem hafđi ađ okkur fannst
skeinuhćtt vopn í skegginu
og gráa ţúst kirkjunnar bar viđ himin
eins og herskip á bláu hafi
en í kór hennar logađi rautt ljós
dag og nótt
og horfđi á okkur eins og viti
ţegar ţeir komu međ dauđa sjómenn
í miđjum leik


(20)

ţú
ert morgunblađiđ
og ţeir senda ţig upp úr hádegi
til fisksalans á framnesvegi
sem les ţig međ peningasvip
áđur en hann vefur ţig utan um saltađar kinnar
svo frúin í nćsta húsi
hafi eitthvađ til ađ setja í öskuna


(34)

ţú
ert opinn gluggi á vesturgötu 52
og vindurinn nćđir gegnum ţig

svo kemur hún
svo kemur ókunnur gestur
og lokar glugganum


(35)

ţú
ert skip
og siglir inn í nóttina
dimm er nóttin ţegar gömul kona
hefur slökkt ljósiđ í bađstofunni:
jesús um allt hús

jesús um allt hús

ţú ert skip
og siglir inn í nóttina
međan viti guđs horfir á eftir ţér
í golgrćnt skoliđ
međan viti guđs á gömlum freknóttum himni
horfir á eftir ţér í svartar síđhćrđar öldur
og síungt myrkur.


GLEĐILEGT SUMAR

Undarlegt er voriđ. Ég gekk um borgina
og alls stađar ţar sem ég fann grćnan blett
fyllti mykjan vit mín og lungu - ţađ var
eins og ađ hitta gamlan kunningja
brosa til hans og segja: Nei, góđan dag,
hvar hefur ţú aliđ manninn?

Undarlegt er voriđ. Ţađ vekur ekki ađeins
grösin af dvala svo mađur segir viđ sjálfan sig:
En hvađ ţađ er fallegt veđur í dag - heldur vekur ţađ
einnig međ okkur undarlega kennd sem viđ vorum
búin ađ gleyma: gamla ást sem liggur
í dvala í brjósti okkar.

Undarlegt er voriđ. Ég er farinn ađ hlakka til
ađ opna augun á morgnana, líta út og anda ađ mér
himni og jörđ, salti og svölum fjöllum, láta
sólina ţíđa vetrarhrímiđ af langfrosnum augum,
sínýjum djúpum lindum, fyrst eins og lítill lófi
sé lagđur á hélađa rúđu, síđan:
blár himinn gras og björt nótt á sundum.
Já, undarlegt er voriđ.



XI. Vilborg, Guđbergur, Jón frá Pálmholti, Ţorsteinn frá Hamri og Steinar Sigurjónsson

Vilborg Dagbjartsdóttir (1930). Viđ Vilborg vorum samtíma í Kennaraskólanum. Viđ urđum strax góđir kunningjar. Vilborg tengdist eitthvađ kaţólsku kirkjunni og hóf kennsluferil sinn viđ Landakotsskóla. Í framhaldi af ţví gerđist hún femínisti og rauđsokka, pólitísk baráttukona og herstöđvarandstćđingur. Og í ţeim ham var hún óvćgin og predikađi af miklum sannfćringarkrafti. Annars lét henni best ađ yrkja um ástina, fannst mér, um fegurđ lífsins og horfna ćskutíđ, lýrísk ljóđ, hugljúf, stundum tregafull en alltaf einföld og látlaus. Ljóđstíll Vilborgar var agađur og hún orti óhefđbundiđ og tók sér stöđu í hópi atómskáldanna frá upphafi skáldferils síns.
Tvćr ljóđabćkur komu út eftir Vilborgu á tímabilinu: Laufiđ á trjánum (1960) og Dvergliljur (1968). Ţá birtust á árunum 1956-67, á annan tug ljóđa eftir hana í Birtingi og Tímariti Máls og menningar. Hér verđa birt fjögur af ljóđum skáldsins, tvö ţau fyrstu úr ljóđabókinni Laufiđ á trjánum og hin tvö úr Dvergliljum.45


HAUST

Úrsvalur blćr fer um skóginn
og hvíslar í limi trjánna
međan hann tínir burt
marglit laufin.


Ţú

segđu mér eitthvađ
sem enginn veit
nema ţú

hvíslađu ađ mér
ţví sem enginn má heyra
nema ég.


HVER GETUR ORT?

Ţiđ spyrjiđ: Hvers vegna yrkir ţú ekki um
gleđina?
Reynirinn hefur brumađ.
Ţrestirnir eru farnir ađ syngja.
Voriđ kom í gćr.
Hvers vegna yrkir ţú ekki um gleđina?
En hver getur ort um gleđina
međan erlendir hermenn hlćja fyrir utan
og ungar mćđur kveđa á framandi tungu
viđ börnin sín?
Hver getur ort um gleđina
- og land hans selt fyrir peninga?


VETUR

Ţegar slokknađi á morgunstjörnunni
varđ máninn kyrr.
Sólin veifađi
skýjaslćđu
til hans
yfir fjalliđ
sem gleymdi ađ taka ofan
nátthúfuna.
Fíngerđan rósavef
óf á rúđuna
frostiđ.


SUMARDAGUR

Sólin: stór rauđur sleikibrjóstsykur
Skýin: ţeyttur rjómi
Aldan: hlćjandi smástelpa

Ţú
í fjörunni
bakar sandkökur
hún eltir ţig
lengra, lengra
upp undir malarkambinn
gleypir kökurnar
eina eftir ađra
og hrekkjótt
skvettir á
ţig

Steinarnir brosa líka.



Guđbergur Bergsson (1932). Ég kynntist Guđbergi ekki persónulega fyrr en löngu seinna, en varđ strax hrifinn af ljóđum sem birtust eftir hann í tímaritum. Áriđ 1961 kom út eftir hann ljóđabókin Endurtekin orđ, allt óhefđbundin og módernísk ljóđ, einföld ađ formi, stundum torráđ, jafnvel gagnrýnin en samt laus viđ yfirborđslega vandlćtingu og predikun. Á árunum 1957-63 birtust eftir Guđberg á annan tug frumsaminna og ţýddra ljóđa í Tímariti Máls og menningar, Félagsbréfum og Birtingi. Ljóđ hans eru litrík og myndhverf og stundum jafnvel súrrealísk. Hann yrkir gjarnan um náttúruna og ţar er skáldiđ sjálft oftast í fyrirrúmi međ tilfinningar sínar og hugrenningar. Guđbergur Bergsson var einn af atómskáldunum, en sneri sér frá upphafi skáldferils síns ađ skáldsagnagerđ og á ţeim vettvangi skipađi hann sér fljótlega í röđ fremstu módernra skáldsagnahöfunda á Vesturlöndum. Fjögur ljóđ bókarinnar Endurtekin orđ fylgja hér.46


FESTINGIN

Gef ţú mér rauđa sól
og gulan bréfmána
til ađ líma á bláan grunn.
Og sjö stjörnur.
Ég bý til úr leir
jarđarinnar
tvćr mannverur,
brenni lófa ţeirra saman,
bý til festingu.
En ég ríki ekki yfir líkt og
guđ.
Gefđu mér sólina rauđu,
leir og gulan bréfmána.


HAUST

Í staraflóa
slćr vindur
bleikan
streng.
Kalt og
ţungt regn
hnígur á
gluggann.
Hvítir
svanir
kyrja söng.
Fjöll
eru grá
oní byggđ.


HAUSTLJÓĐ

           Haust nálgast tré,
           nćturblámi fjöll.

Ć, ef ég gćti umflúiđ ţetta haust
           og fargţungan vetur!

           Haust.
           Haust á öllum trjám.
           Fugl, sem hverfur.
           Rautt mistur haustsólar.

           Lífiđ er kyrrt.
           Dagar líđa hjá.
           Lífiđ stendur kyrrt.

           Haust,
           komdu og fylltu huga minn
           annarleik ţínum
           og orđum dauđrar kyrrđar.
           Komdu međ ţitt fulla tungl
           og svarta haf, dauđa á sandi
           og nakta kletta án ţangs.

Ć, ef ég gćti umflúiđ ţetta haust
           og fargţungan vetur!


VORREGN Í NJARĐVÍKUM

Hljótt drýpur regniđ af upsum húsanna,
hljóđlega dripp - dropast ţađ í litla polla.
Nóttin er kyrr og húsin ţögul,
ţöglar eru hćđirnar í vestri.
Hví skyldi ţig gruna
á ţessari friđsćlu nótt,
í ţessu hljóđa regni,
ađ bak viđ hćđirnar,
ađeins örskammt frá veginum
opnađist borg međ ţúsund ljósum
og langar brautir teygjast
eins og gullrenndir fingur
yfir nakiđ landiđ,
inn í hljótt myrkriđ.
Nei, hví skyldir ţú dvelja viđ ţann grun,
ađ í dögun komi flugvélarnar
til ađ rjúfa kyrrđ morgunsins,
til ađ styggja varp kríunnar í holtinu,
til ađ skrifa vald sitt í himininn.
Nei, hví skyldir ţú dvelja viđ ţann grun,
ađ í dögun vakni stríđsmennirnir
til ađ hreiđra sig undir mosa og steini,
til ađ festa rćtur djúpt í mold,
til ađ nema land á gróđurlitlum melum.
Nei, hví skyldir ţú ekki útiloka ţann grun
um ađ slíkt ćtti sér stađ
eftir ţessa kyrru nótt,
eftir ţetta hljóđa regn?



Jón frá Pálmholti [ Jón Kjartansson] (1930-2004). Ég kynntist Jóni frá Pálmholti á seinni árum. Ţá starfađi hann fyrir Leigjendasamtökin og var međ lítiđ skrifstofuherbergi uppi á fjórđu hćđ í Alţýđuhúsinu viđ Hverfisgötu. Ţar voru oft í heimsókn hjá honum skáld og utangarđsmenn og virtist Jón una sér vel í ţeirra hópi.
Jón frá Pálmholti var dćmigert alţýđuskáld og borgarskáld. og var strax kominn í innsta hring međal atómskáldanna og í kringum Birting og Mál og menningu, en tengdist aldrei neinni skáldaklíku, eins og hann komst ađ orđi eitt sinn ţegar viđ hittumst og töluđum saman um Birting og tímabil atómskáldanna. Áriđ 1958 kom út ljóđabók hans Ókomnir dagar, síđan Hendur borgarinnar eru kaldar (1961) og svo Blóm viđ gangstíginn (1967). Á árunum 1955 -67 birtust eftir hann rúmlega fjórir tugir ljóđa í Tímariti Máls og menningar, Birtingi, Félagsbréfum, Dagskrá, Eimreiđinni, Forspili og Rétti, alls 21 birting. Hér fylgja sex ljóđ skáldsins; eitt úr Ókomnir dagar, tvö úr Hendur borgarinnar eru kaldar og loks ţrjú úr Blómin viđ gangstiginn.47


Á SJÓ

Hvítum stórum vćngjum flýgur máfurinn
međfram skipshliđinni.
Sest á hávaxnar skammdegisöldurnar
vaggar ţar í takt viđ svartan skipsskrokkinn
međan rauđlitur kvöldmáninn
líđur uppúr náttmyrkum haffletinum
viđ ysta sjónhring
og hellir úr silfurskál sinni
útyfir rökkurblátt hafiđ.

Og enn ţegar mennirnir ganga til hvíldar
ađ lokinni vöku og horfa ţreyttum augum
á tunglkomuna međan ţeir styđja hönd
á klakađan borđstokkinn á leiđ sinni í matsal
flýgur máfurinn hvítum stórum vćngjum
međfram skipshliđinni
og sest á ölduhryggina í leit ađ ćti.


GEOMETRISK LJÓĐRĆNA
(til Harđar Ágústssonar)

Jöklarnir laumuđust niđur í fjöruna
og dýfđu tánum varlega ofaní sjóinn.
Ţeir sprungu af kulda
en jörđin var myrkur og sorg.
Ţá komu ísţungar bárur
og lyftu síkviku titrandi skauti sínu
móti svörtum himni.

Ţetta var kvöldiđ áđuren ljósbrotiđ fćddist.

Síđan hafa mennirnir fundiđ til lífs.
Rafmagniđ suđar í ljóđeyrum ţeirra
og blá sumaraugun greina ný veđur í flćđarmálinu.

Jörđin er litur og ást.
Og síkvikar bárur lyfta höndunum hlćjandi
móti fjallsrótunum.


ŢUNGLYNDIR DRAUMAR

Sofin kyrrđ yfir húsţökunum.
Stúlka í gulum kjól
og veturinn hefur ekki vikiđ til fulls
úr bláum augum hennar.

Hjólreiđamennirnir eru gengnir til náđa.
Sumariđ hefur sett mark sitt á andlit ţeirra.
Enn hafa gluggatjöldin ekki veriđ dregin frá.

Milli húsanna liggja ţunglyndir draumar
og bíđa á brjóstum elskendanna
vafđir í torgdansinn.
Bíđa í húsasundunum ţegar morgnar
međ svört flóttaleg augu
og rauđar fálmandi hendur í snjónum.


ÁST

Ţegar ég horfi í augu ţín
fćr landiđ nýjan lit
og fólkiđ verđur lifandi.

Ţegar ég strýk yfir hár ţitt
leikur eilífđin um fingurgómana
og hverfulleikinn líđur um hjarta mitt.

Ţó eru augu ţín ekki blá
og hár ţitt ekki
međ gullinn rođa skáldskaparins.


SPURNINGAR

Sefur rafmagn í lyngi
fer ađ nótt.
Kyrrlátir ganga frá vinnu
til hvíldar eđa ástar
í rauđri nóttinni.

Munu eldar verđa kyntir?
Munu menn brenna í eldi?
Munu menn kynda elda?

Fer ađ nótt.
Kyrrlátir ganga frá vinnu.
Hvađ verđur um hvíld ţeirra?
Hvađ verđur um ást ţeirra?

Mun nýr dagur rísa
međ söng fugla margvís dýrahljóđ
og bylgjandi hár kvenna í sólskininu?

Fer ađ nótt.
Sefur rafmagn í lyngi.


ŢJÓĐHÁTÍĐ

Undir útvegsbankanum stíga dansendur
                        samtíđarinnar
kjarnorkudansinn. Hljómsveitin spilar fyrir hringiđunni.
Ţađ glamrar í skiptimynt borgaranna.

Peningahöllin gnćfir uppúr mannhafinu og
                        bergmálar
nautnaleg óp hljóđfćranna og hlátur kvenfólksins.
Undir fótum mannanna lifir jörđin. Yfir minningar
genginna kynslóđa hafa ţeir steypt ţykkan múr.

Á torginu viđ útvegsbankann dansa ég í nóttinni.
Ég sveitamađurinn sem elskar borgarstúlkuna.
Dansa og horfi á fólkiđ og húsin snúast í hringi.
Peningahöllin speglast í augum hennar.

Undir útvegsbankanum stíga dansendur
                        samtíđarinnar
ţjóđhátíđardansinn. Građhestamúsíkin fyllir strćtin
óráđskenndum söng. Hláturblómin anga. Hér er
                        málađ
yfir sorgina. Kynslóđir hvíla gleymdar í mold.
Yfir dansendum hvelfist upplýstur plasthiminn.48



Ţorsteinn frá Hamri [Ţorsteinn Jónsson] (1938). Fimm ljóđabćkur komu út eftir Ţorstein frá Hamri á tímabilinu: Í svörtum kufli (1958), Tannfé handa nýjum heimi (1960), Lifandi manna land (1962), Lágnćtti á Kaldadal (1964) og Jórvík (1967). Á áratugnum 1957-67 birtust eftir hann um ţrír tugir ljóđa í Tímariti Máls og menningar, Birtingi, Forspili, Nýju Helgafelli, Dagskrá og Rétti, allt frumsamin ljóđ. Ţorsteinn orti bćđi hefđbundin ljóđ og órímuđ. Í fyrstu bókinni eru flest ljóđin hefđbundin. Hann byrjar ţó fljótt ađ yrkja óhefđbundiđ. Ég las ljóđ eftir Ţorstein skömmu eftir útkomu fyrstu ljóđabókarinnar, Í svörtum kufli og einnig ljóđ sem birst höfđu eftir hann í tímaritum. Mér ţótti hann forn í kveđskap sínum enda yrkisefniđ oft sótt í fortíđina. Ég varđ ţó strax hrifinn af fríljóđunum, einkum prósaljóđunum.
Tannfé handa nýjum heimi var forvitnileg bók međ myndum eftir Ástu Sigurđardóttur skólasystur mína og eiginkonu skáldsins. Međ Lifandi manna landi gerđist Ţorsteinn mikiđ ádeiluskáld. Hann hvetur til ţjóđrćkni og manngćsku og ber hvarvetna mjög fyrir brjósti íslenskt ţjóđerni og menningu. Hann rćđst gegn hrćsni og sýndarmennsku og gerđist vígreifur prédikari og beitti víđa tvírćđni og háđi. Ţetta var ekki skáldskapur eftir mínu höfđi. En hvađ um ţađ, Ţorsteinn frá Hamri var einn af atómskáldunum og skáldlegir hćfileikar hans voru óumdeilanlegir. Ég vék áđur ađ grein sem Jóhannes úr Kötlum skrifađi um tvćr nýútkomnar ljóđabćkur. Ţar fórust honum svo orđ um Tannfé handa nýjum heimi: „Í raun réttri eru ţetta harmljóđ hjarđsveins sem sogast inn í sviptibylji heimsmenningarinnar og leitar sér viđnáms í einskonar fagnađarkenndri örvćntingu. Bókin er sköpuđ í vörn hins uppflosnađa dalamanns.“49 Hér verđa birt sex af ljóđum skáldsins: Ţađ fyrsta úr ljóđabókinni Í svörtum kufli. Ţá tvö ljóđ úr Tannfé handa nýjum heimi, svo tvö ljóđ úr Lifandi manna land og loks eitt úr ljóđabókinni Jórvík.50


NÓTT

Nótt okkar
ummyndun dagsins
nekt okkar
ummyndun hversdagsleikans
            glatađa nekt okkar
fundum viđ eftir sólsetur
rođnum ekki

viđ girndaraugum stjarnanna
hvíslandi röddum götunnar
            hlustum ţögul
á nöfn okkar í storminum

verum örugg
vé okkar er traust
vörn okkar
saklaus nekt
vígi okkar
nótt


STORMUR

Ţúngur stormur sem ţrćđir í skógi
ţyrnóttan veg

kaldur stormur og kvikur af rógi

ástin mín sofđu, ef eitthvađ skeđur
ég er hér vopnađur: mörg eru veđur

og undarleg.


FRELSIĐ OG GUĐ

Hve ţakklátt brosir viđ kúgaranum
öreigans auga:
fagurt sýngur svipan og kátt hlćr
byssunnar kúla
ţađ er frelsiđ á leiđinni gegnum líkami
milljónanna:
guđ hefur svo fyrir mćlt ađ ţađ skuli taka
tímann sinn.

Aldanna móđa: eymd nýlendu guđs
og ofaná fljóta orđ snauđra og dauđra
sem titrandi raddir tötrafólks hafa leingi
stuniđ gegn háreysti og hótunum
drottnandi blóđbókar -

Svo mörg eru heilög orđ ađ einginn ţolir
frekari smán veikara vanmćtti svívirđilegri
svik:
kviksettur rís úr gröf og krossfestur stígur
ofan
og heiftin reisir stiga úr stóryrđum upp til
guđs.


GATAN

Gatan á viđsjárverđum tímum:
í morgun streyma ţúsundir bifreiđa hjá
ryđbrunnum staurum

ţessar raddir; einhver geingur
leitandi hikandi skrefum í gegnum hliđiđ
hversu laung verđur biđin unz fćri gefst?
dokar viđ međan stráin binda honum
gaunguskó
strýkur lófa um hrjúfa ryđskelina
tímarnir eru viđsjárverđir gatan ný
ţessar raddir

milljónir bifreiđa; óvissan
er betri en ćvilaung biđ og ţorsti -
fáein feimin stökk og skref uppí opiđ sćti
burt - ađ nema tímann og drekka fjarskann


STAĐLAUS HUGUR Í
NÓTTINNI

Nótt
og hugurinn reikar
er mér ofvaxiđ ţetta fallvalta líf?

máninn slagar milli regnskýja
hugurinn reikar, spyr

er vatniđ ţorriđ
lćkurinn horfinn til hafs
fjalliđ hruniđ?

nótt
ég hef ekkert ađ dylja
hugurinn reikar stađlaus
um lífvana gresjur

er mér ofvaxinn ţessi hverfuli hugur?


BARÁTTA

Ađ vísu ţykjumst viđ flestir
leggja mikiđ uppúr ţví ađ lifa og hrćrast
vakna til starfs
eđa fagna góđum gesti
og ekki skortir ađ viđ gefum úr okkur hjartađ.

Viđ ţykjumst líka ýmsu andvígir -
en sért ţú andvígur einhverju sérstöku
lćt ég mér fátt um finnast
og tel annađ andóf brýnna.

Loks er svo komiđ
ađ ţú gerist hlédrćgur í kappsmáli ţínu
ekki af sviksemi einni saman
heldur einnig af nćrgćtni viđ mig.

Svona góđir gerast menn hver í annars garđ -
og er ţó ađ jafnađi fátt međ okkur.

Enda kemur hvorugur sínu fram.

Í Víetnam brenna lifandi blys glöđum loga
til yndis ţeim hjartahreinu -
ţađ er eitt af ţví sem viđ erum sameiginlega andvígir
en sú barátta er á ţá leiđ ađ menn segja sem fćst.



Steinar Sigurjónsson (1928-1992). Steinar Sigurjónsson var góđur vinur minn. Viđ kynntumst í Vestmannaeyju og ég fékk ađ lesa yfir handritsslitur af fyrstu bókunum hans, sem voru: Hér erum viđ (1955), Ćfing (1956) og Ástarsaga (1958). Ţar á móti fékk hann ađ skođa minn skáldskap. Steinar var fyrst og fremst rithöfundur og hann var módernisti fram í fingurgóma. Stíll hans féll vel ađ stuttum litríkum svipmyndum, sem oft leiddust út í spuna ţar sem mannleg samskipti og örlög fólks voru í sviđsljósinu. Steinar var flókinn persónuleiki; stundum villtur og taumlaus, stundum illa til reika, stundum hógvćr og ljúfur, spakur og vel til hafđur. Og svo orti hann órímađ og prósaljóđ. Og viđ vorum međ ţađ á hreinu, ađ viđ vćrum atómskáld.
Auk ţeirra bóka, sem áđur er vikiđ ađ komu út eftir Steinar bćkurnar Fellur ađ (1966), Skipin sigla (1966), Blandađ í svartan dauđann (1967) og Brotabrot (1968). Sú fyrstnefnda var ljóđabók, en hinar ţrjár hafa veriđ flokkađar sem skáldsögur, ţótt ţar séu innanum sum litríkustu prósaljóđ skáldsins. Á árunum 1955-65 birtust sjö ljóđ eftir Steinar í Birtingi, Dagskrá og Félagsbréfum. Ţá birtist einnig ljóđ eftir Steinar í Ljóđ og sögur ungra höfunda 1956 (1956)
Ég vel hér fjögur af ljóđum Steinars Sigurjónssonar. Ţađ fyrsta er úr Fellur ađ, ţađ nćsta úr Hér erum viđ. Ţađ ţriđja úr Fellur ađ og loks eitt úr Brotabrot.51


TVÍSÖNGUR

Hafiđ söng miklum huga: ía ía!
Og drengurinn svarađi á pípu sína:
Yndi er ađ heyra
hvernig ţú hagar orđum!
Hafiđ umdi af gáfum: ía ííía!
Og ţá söng drengurinn frá sér numinn
á lúđur sinn: Ía íííía!


ORĐ

Hví skyldir ţú ćđrast vegna morgundagsins,
ţví ţú veist ekki frekar en ég hver hann verđur,
eđa hvađ getur ţú óttast, ţú, sem fćddist til ađ
horfa og hlusta? Hví snýrđ ţú ekki til borgarinnar?
Heyrirđu ekki hjartslátt hennar? Veistu ekki
ađ hún ber men af ótta og gluggarnir hafa veriđ
tjargađir af ótta?
Ţađ eru stírur í augum vaktmannanna. Ćtlarđu
kannski ađ vekja ţá og vísa ţeim heim ţar sem
styrkurinn býr í barnsfćtinum? Ćtlarđu kannski
ađ kalla til ţeirra: Sauđirnir fundu gemlingana
međan fjallkóngarnir kysstust á hćđinni. Muniđ
ţiđ ekki enn?
Ţú ert kannski ađ leita ađferđarinnar. Ţú vilt
kannski bera fram eina kenningu. Ţú vilt kannski
gefa hana, og hún er kannski allt sem ţú átt?
En farđu varlega ađ manni: Hann er svo lítill og
veikbyggđur. Kannski brysti hjarta hans ef ţú
hvíslađir ađ honum orđi sem ţér fannst fegurst
allra orđa.
Vaktmennirnir eru ađ gćgjast út um rifur bryndrekanna.
Skegg ţeirra er ţvalt af stálinu. Ţú ćtlar
kannski ađ ganga til ţeirra og hvísla: Snúiđ
viđ. Enn er ţađ ekki um seinan?
Ţú um ţađ.


SKÝJAHLJÓMKVIĐA - BROT

Ég er dásamlegur!

Ég hefst uppá skýin!

Vindurinn svignar um lendar mínar
en geislarnir brotna á enni mínu
hver eftir öđrum og hrapa til hafs!

Ţví hér er tíminn úr öđru efni
en hinn raunheimski tími.
Ćvin er örstutt svif milli skýa iđ neđra,
söngur á ferđ frá skýi
og hlakkandi dauđi í ţví nćsta
ţar sem dimman drekkur tónana,
en hér er eilífđin, lángt ofar skýum!

Sólin er ađ kveđa í blóđi mínu
og hljómmiklir geislar svigna um enniđ,
enda ćtla ţeir sér lengra en ađrir,
svífandi hćgt - ţvílíkar gáfur í fari ţeirra!
ađ skođa sig um međ ró
ţví ţađ er hér sem eilífđin er!

Ég fagna og stíngst á kaf inní ský
ađ leika mér viđ skýiđ
og hrópa ađ gamni inní skýiđ
fullt af bergmáli og kynjadýrum,
hefst ţađan hátt uppí bláinn;
enni mitt orđiđ blátt
af ţessari miklu ferđ og mikla hvini.

Ţvílík ferđ, djarfa enni!
Ţú heldur líka mikiđ upp á bláinn
ans blárinn upp á ţig.
Ţađ er nú líkast til!

Enginn elskar mig.
Bara ţú, djarfa enni.
Og blárinn.

Ég veit ekki neitt,
kann ekki par til ásta,
ţekki engan guđ.
Ég er afar saklaus, nýkominn hingađ.
Og sko til, fer ég ekki aftur ađ falla!
aftur af tómri ölvun, eđa hvađ!
heimshöfum saman á kaf í regindjúpin!

Ć, mig sundlar af andagift!
höfđinu blöskrar á ţessari ferđ
ađ sjá ţánka sína vađa út himna
og hrapa í dimmar skýaborgir!

Jćja, ţađ skiptir engu hvort eđ er,
ţví allt í einu er myrkrum lokiđ
og ég fer ađ hrapa únga feimnislega gola
yfir hlýu Marmarahafi
og stíngst á kaf í djúpiđ,
vígi ţetta blessađa haf
af himnum, fyrstur allra.

Ţökk mikla haf fyrir laug ţína
ţökk blaktandi ţönglar og ágćtu ófreskjur
ţökk fyrir krćsingarnar!


ĆVISAGA - BROT (1) (4)

Dag einn flissađir ţú í rúmi fyrir allar aldir án
ţess ađ vita hvers vegna. Birta flóđi gegnum ţig,
einskonar hugsun um ađvífandi dag. Ţá kom sólin
á gluggann og ţú hlóst framan í dag ţinn og
óđst öllum huga út í sjó, og sjórinn fossađi gegnum
líkama ţinn sem var stelpa í rúmi einu sinni
um morgun fyrir löngu.

Elsku hjartađ mitt. Ţegar kennarinn sagđi 2x2
sögđum viđ 4 og hlupum uppá hól í sippum. Okkur
voru gefnir klattar. Ég man ţegar ţinn klatta
bar viđ hraustlegar tennur ţínar. Svo sippuđum
viđ á ný og 2x2 voru 4, bratt á fótinn og fjallgöngućsing
í kinn.
Ţetta gćtum viđ talađ um ef viđ mćttumst, ţađ
má hamíngjan vita.


NIĐURLAG

Tímabil atómskáldanna var ađ ţví leyti sérstakt ađ ţá í fyrsta sinn kemur fram á sjónarsviđiđ stór hópur ljóđskálda sem fer ađ yrkja órímađ međan hefđbundin ljóđ nutu enn algerrar sérstöđu međal almennings, voru vinsćl og viđurkennd. Kjarni ţessa hóps sem orti atómljóđ, gaf út ljóđabćkur og birti ljóđ sín í tímaritum var ekki svo ýkja stór, en ţó eitthvađ á fjórđa tug eftir ţví sem ég kemst nćst. Auk ţeirra sem ţegar hafa veriđ kynntir vil ég sérstaklega nefna eftirgreind skáld og ljóđabćkur ţeirra: Elías Mar, Ljóđ á trylltri öld (1951); Sigríđur Einars, Milli lćkjar og ár (1956); Arnfríđur Jónatansdóttir, Ţröskuldur hússins er ţjöl (1958); Sigurđur A. Magnússon, Hafiđ og kletturinn (1961), Kristján Röđuls, Svört tungl (1964); Nína Björk Árnadóttir, Ung ljóđ (1965); Baldur Óskarsson, Svefneyjar (1966) og Böđvar Guđmundsson, Í manna byggđ (1966). Viđ ţetta má bćta stórum hópi skálda sem ortu órímuđ ljóđ, sem birtust í tímaritum eđa í ljóđabókum ţar sem flest ljóđin voru hefđbundin. Í ţessum hópi eru skáldin: Nína Tryggvadóttir, Jón Dan, Birgir Sigurđsson, Kristinn Reyr, Bjarni Halldórsson, Ásgeir Svanbergsson, Helgi Hálfdánarson, Jón Böđvarsson, Jón Jóhannesson, Ţorgeir Ţorgeirsson, Ţorsteinn Valdimarsson og síđast en ekki síst Hannes Pétursson og Guđmundur Böđvarsson, en sá síđastnefndi var snemma á ferđinni međ fríljóđ, ţ. e. áriđ 1939 ţegar út kom ljóđabók hans Hin hvítu skip, og fékk fyrir tiltćkiđ skömm í hattinn frá Halldóri Laxness eins og fram kemur í upphafi ţessarar greinar.
Ég held ađ ţađ sé óhćtt ađ fullyrđa ađ tímabil atómskáldanna, eins og ég hef skilgreint ţađ hér, hafi veriđ mesta umbrotatímabil í ljóđagerđ á Íslandi fyrr og síđar og aldrei hafa veriđ gefnar út fleiri ljóđabćkur á einu afmörkuđu tímabili eđa birtst annar eins fjöldi ljóđa í tímaritum.52 Ţetta var tímabil mikillar ólgu og umbrota og í bókmenntalegu tilliti er ţetta einkar forvitnilegt rannsóknarefni í dag fyrir frćđimenn okkar ađ fást viđ.

1 Halldór Kiljan Laxness. Stuttar ádrepur. Hin hvítu skip Guđmundar Böđvarssonar. Tímarit Máls og menningar. 1939, 31. [Halldór Laxness orti öll sín ljóđ í hefđbundnum stíl, en ţó stundum međ smávćgis frávikum. Eina undantekningin er Unglingurinn í skóginum, sem er óhefđbundiđ súrrealískt draumljóđ, gerólíkt öđrum ljóđum skáldsins, módernískt í ćtt viđ Vefarann mikla frá Kasmír].
2 Steingrímur J. Ţorsteinsson. útvarpserindi. DB 673, 21. janúar, 1968
3 Eysteinn Ţorvaldsson. Atómskáldin Ađdragandi og upphaf módernisma í íslenskri ljóđagerđ. 1980. Sjá einkum 101-105, 201-204 og 285-289.
4 Ibid. 286.
5 Jón Óskar. Athugasemd viđ undarlega ritsmíđ. Birtingur. 1966, 4, 3.
6 Kristinn E. Andrésson. Bókmenntaáriđ 1965. Tímarit Máls og menningar. 1966, 1, 10.
7 Ibid. 11.
8 Kristinn E. Andrésson. Eilífđ fleygrar stundar Íslensk ljóđagerđ 1966 II. Tímarit Máls og menningar. 1967, 3, 221.
9 Ibid. 233.
10 Jón Óskar. Bókmenntir og kreddur. Birtingur. 1968, 1, 34.
11 Ibid.
12 Jón Óskar. Bókmenntir og kreddur. Birtingur. 1968, 1, 35.
13 Steingrímur J. Ţorsteinsson. ibid.
14 Eysteinn Ţorvaldsson. Atómskáldin Ađdragandi og upphaf módernisma í íslenskri ljóđagerđ. 1980, 80.
15 Ţetta eru áđur óbirt ljóđ úr bréfasafni höfundar. Fyrsta ljóđiđ er ort 1944, ţađ er áriđ sem höfundur fermdist; hin tvö eru frá Laugarvatnsárunum.
16 Ljóđiđ Seldu mér eitt kíló birtist í Spíruskipi (1960).
17 Ljóđabókin Spíruskip er nefnd eftir samnefndu ljóđi. Spírur voru nefndar langar og mjóar trjáviđarstangir sem notađar voru í fiskhjalla og fluttar voru sjóleiđina á dekki, og stóđu spírurnar ţá út í loftiđ í allar áttir og gat spíruskip veriđ tilkomumikil sjón ţegar ţađ kom siglandi í kvöldlogninu, sem var mótív ljóđsins.
18 Sigurđur A. Magnússon. djúpfryst ljóđ. Morgunblađiđ. 21. október 1961, 9.
19 Jóhannes úr Kötlum. Sjödćgra, 1955, 71-72, 85-86, 119, 143-144; Tregaslagur, 1964, 85.
20 Örlygur Sigurđsson. Thor Vilhjálmsson kominn heim Viđtal viđ skáldiđ. Líf og List. 1950, 7, 12.
21 Steinn Steinarr. [Tíminn og vatniđ (1948)], Kvćđasafn og greinar, Kristján Karlsson ritst., 3.útg. 1986, 170, 178, 214.
22 Steinn Steinarr svarar spurningum um ljóđ ungra skálda. Birtingur, 1955, 2, 3.
23 Jón úr Vör. Međ hljóđstaf, 1951, 20-23, 48; Vetrarmávar, 1960, 19.
24 Thor Vilhjálmsson. Mađurinn er alltaf einn, 1950, 37, 54, 124; Andlit í spegli dropans, 1957, 189-190.
25 Jónas E. Svafár. Ţađ blćđir úr morgunsárinu, 1952, 11; Geislavirk tungl, 1957, 11, 13; Klettabelti fjallkonunnar, 1968, 69, 71.
26 Einar Bragi. Talađ viđ gesti. Birtingur. 1958, 3-4, 22.
27 Einar Bragi. Eitt kvöld í júní, 1950, án bls.tals; Gestabođ um nótt, 1953, án bls.tals; Regn í maí, 1957, án bls.tals.
28 Hannes Sigfússon. Dymbilvika, 1949, 43-45; Imbrudagar, 1951, 33-36; Sprek á eldinn, 1961, 54-56.
29 Silja Ađalsteinsdóttir. Íslensk bókmenntasaga IV. Guđmundur Andri Thorsson ritstj., Mál og menning, 2006, 131.
30 Jón Óskar. Akranes. Ţjóđviljinn. 1947 (laugardagur 5. júlí), 3.
31 Jón Óskar. Nóttin á herđum okkar, 1958, 8-10, 14; Söngur í nćsta húsi, 1966, 58-59.
32 Stefán Hörđur Grímsson. Svartálfadans, 1951, 10-11, 32-33, 46.
33 Sigfús Dađason. Er fínt ađ vera kommúnisti?. Tímarit Máls og menningar. 1959, 2, 100.
34 Sigfús Dađason. Ljóđ 1947-1951 [1. útg., 1951], 2. útg., 1980, 25, 28-29, 31; Hendur og orđ, 1959, 41-44.
35 Einar Bragi. Talađ viđ gesti. Birtingur. 1958, 3-4, 24.
36 Ari Jósefsson. Nei, 1961, 9, 11, 15, 20-21.
37 Jóhannes úr Kötlum. Flett tveim nýjum bókum. Tímarit Máls og menningar. 1960, 3, 229-230.
38 Dagur Sigurđarson. Hlutabréf í sólarlaginu, 1958, 7-9; [Milljónaćvintýriđ (1960), Hundabćrinn eđa Viđreisn efnahagslífsins (1963), Níđstöng hin meiri (1965)], Glímuskjálfti, 1989, 46, 102-103, 119, 143.
39 Ingimar Erlendur Sigurđsson. Sunnanhólmar, 1959, 17, 20-21, 43-44, 63.
40 Einar Bragi. Talađ viđ gesti, Birtingur. 1958, 3-4, 25.
41 Jóhann Hjálmarsson. Aungull í tímann, 1956, 6, 23; Undarlegir fiskar, 1958, 11-12, 40-41; Mig hefur dreymt ţetta áđur, 1965, 37.
42 Einar Bragi. Bókmenntir Tvćr ljóđabćkur. Ţjóđviljinn. 1958 (22. mars), 4.
43 Ibid.
44 Matthías Johannessen. Borgin hló, 1958, 30, 42-43; Hólmgönguljóđ, 1960, 18, 25, 39, 41, 67, 69; Fagur er dalur, 1966, 80.
45 Vilborg Dagbjartsdóttir. Laufiđ á trjánum, 1960, 8-9, 19; Dvergliljur, 1968, án bls.tals.
46 Guđbergur Bergsson. Endurtekin orđ, 1961, 9, 37, 39-41.
47 Jón frá Pálmholti. [Ókomnir dagar (1958); Hendur borgarinnar eru kaldar (1961); Blómin viđ gangstiginn (1967)], Söngvar um lífiđ Ljóđ 1958 - 1988, 1995, 23, 38, 55, 67, 79, 91.
48 Útvegsbankinn sem hér er nefndur var á ţessum tíma í húsi Hérađsdóms Reykjavíkur viđ Lćkjartorg.
49 Jóhannes úr Kötlum. Flett tveim nýjum bókum. Tímarit Máls og menningar. 1960, 3, 227.
50 Ţorsteinn frá Hamri. Í svörtum kufli, 1958, 54; Tannfé handa nýjum heimi, 1960, 26, 48; Lifandi manna land, 1962, 11-14; Jórvík, 1987, 23-24.
51 Steinar Sigurjónsson. Hér erum viđ, 1955, 50-51; [Bugđi Beygluson.] Fellur ađ, 1966, 11, 25-29; Brotabrot, 1968, 16-17.
52 Samkvćmt heimildum Gegnis voru á ţessum árum (1948-1968) gefnar út tćplega sjöhundruđ ljóđabćkur međ hefđbundnum ljóđum og órímuđum og auk ţess birtust rúmlega ţúsund ljóđ, ţar af ţriđjungur ţýdd, öll órímuđ, í Tímarit Máls og menningar, Lífi og List, Dagskrá, Helgafelli, Nýju Helgafelli og Birtingi, og er ţá ekki allt taliđ, svo sem: önnur tímarit, safnrit, dagblöđ og hérađsblöđ.

Ps.
Fjöldi tímaritsgreina eftir einstaka höfunda er byggđur á vefsíđu Gegnis.
Myndskreytingar međ ljóđum eru eftir höfunda sem hér segir: Ásta Sigurđardóttir gerđi myndir viđ ljóđ Ţorsteins frá Hamri. Gísli Sigurđsson gerđi myndir viđ ljóđ Kormáks Bragasonar. Hörđur Ágústsson gerđi myndir viđ ljóđ Einars Braga og Jóns Óskars. Jónas Svafár gerđi myndir viđ eigin ljóđ og Thor Vilhjálmsson gerđi myndir viđ eigin ljóđ.
Portrettteikningar af skáldum eru eftir höfunda sem hér segir: Teikning af Thor Vilhjálms syni er eftir Örlyg Sigurđsson. Teikning af Sigfúsi Dađasyni er eftir Sverri Haraldsson og teikningar af Einari Braga og Vilborgu Dagbjartsdóttur eru eftir Baltasar.


        Forsíđan


        Stínurnar


        Höfundar


        Nýtt efni


        Stina
        International


        Áskrift


        Ritstjórn


        Fréttir


        Krćkjur